Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Um félagið

Markmið félagsins

Markmið félagsins er að leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Mun dýraathvarfið taka við öllum dýrum sem þarfnast nýs heimilis og reyna að finna þeim nýtt heimili. Þangað til hægt verði að stofna til slíks athvarfs mun félagið leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili, hvort sem það er fósturheimili eða varanlegt heimili.

Ársreikningar

Skilmálar og persónuverndarstefna

Starfsmenn Dýrahjálpar

  • Valgerður

    Valgerður er formaður félagsins. Hún er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og vinnur í PricewaterhouseCoopers. Hún á tvær kanínur og hund.

  • Sandra

    Sandra er í stjórn Dýrahjálpar og hún hefur umsjón með daglegum rekstri. Hún er lögfræðingur og vinnur í New York. Hún á fjórar kanínur. Sandra er frá Svíþjóð.

  • Þórunn

    Þórunn er í fósturheimilateymi félagsins. Hún starfar sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Hún á tvo hunda og kött.

  • Elsa

    Elsa byrjaði sem fósturheimili hjá Dýrahjálp þar sem hún fóstraði einn hund. Hún sinnir daglegum rekstri og ýmsum öðrum málum í uppbyggingu og þróun Dýrahjálpar. Elsa á í dag 3 hunda.

  • Berglind

    Berglind er með BSc gráðu í sálfræði og á þrjá hunda. Hún er hundaráðgjafi félagsins.

  • Sonja

    Sonja hefur verið hjá Dýrahjálp síðan 2012. Hún sinnir daglegum rekstri, þróun og uppbyggingu Dýrahjálpar ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Sonja á fjóra hunda og fjóra ketti.

  • Sirrý

    Sirrý er ljósmyndari Dýrahjálpar ásamt því að sinna ýmsum sérverkefnum fyrir félagið. Sirrý á tvo hunda.

Umönnun dýra

Samningar

Hér að neðan er staðlaður samningur fyrir eigendaskipti gæludýra. Dýrahjálp Íslands mælir sterklega með því að samningur sem þessi sé notaður við eigendaskipti þeirra dýr sem eru ekki í umsjá Dýrahjálpar Íslands. Samningurinn tryggir mörg atriði sem er gott að hafa á hreinu við eigendaskipti gæludýra. Til dæmis hafa allir aðilar upplýsingar um nýja eigendur/fyrri eiganda ef eitthvað kemur upp á.

Fréttabréf