Heim » Um félagið

Markmið félagsins

Markmið félagsins er að leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf og að vinna almenning í landinu til fylgis og stuðnings við dýravernd. Mun dýraathvarfið taka við öllum dýrum sem þarfnast nýs heimilis og reyna að finna þeim nýtt heimili. Þangað til hægt verði að stofna til slíks athvarfs mun félagið leitast við að finna þeim dýrum sem annars væri lógað ný heimili, hvort sem það er fósturheimili eða varanlegt heimili.

Lög Dýrahjálp Íslands

Spurt og svarað um Dýrahjálp

Starfsmenn Dýrahjálpar

Valgerður

Valgerður er formaður félagsins. Hún er með meistaragráðu í fjármálum frá Háskóla Íslands og vinnur í PricewaterhouseCoopers. Hún á tvær kanínur og hund.

Sandra

Sandra er í stjórn Dýrahjálpar og hún hefur umsjón með daglegum rekstri. Hún er lögfræðingur og vinnur í New York. Hún á fjórar kanínur. Sandra er frá Svíþjóð.

Þórunn

Þórunn er í fósturheimilateymi félagsins. Hún starfar sem flugmaður hjá Flugfélagi Íslands. Hún á tvo hunda og kött.

Elsa

Elsa byrjaði sem fósturheimili hjá Dýrahjálp þar sem hún fóstraði einn hund. Hún sinnir daglegum rekstri og ýmsum öðrum málum í uppbyggingu og þróun Dýrahjálpar. Elsa á í dag 3 hunda.

Berglind

Berglind er með BSc gráðu í sálfræði og á þrjá hunda. Hún er hundaráðgjafi félagsins.

Sonja

Sonja hefur verið hjá Dýrahjálp síðan 2012. Hún sinnir daglegum rekstri, þróun og uppbyggingu Dýrahjálpar ásamt því að sinna öðrum verkefnum. Sonja á fjóra hunda og fjóra ketti.

Sirrý

Sirrý er ljósmyndari Dýrahjálpar ásamt því að sinna ýmsum sérverkefnum fyrir félagið. Sirrý á tvo hunda.

Einar

Einar er kerfisfræðingur. Hann sér alfarið um tölvumál Dýrahjálpar og heimasíðugerð. Hann er mikill dýravinur og hefur verið fósturheimili fyrir hunda.

Umönnun dýra

Upplýsingaskjal um hunda

Upplýsingaskjal um ketti

Upplýsingaskjal um kanínur

Samningar

Ættleiðingarsamningur Dýrahjálp Íslands

Yfirfærsla eignarréttar til Dýrahjálp Íslands

Samningur Dýrahjálp Íslands við fósturheimili

Hér að neðan er staðlaður samningur fyrir eigendaskipti gæludýra. Dýrahjálp Íslands mælir sterklega með því að samningur sem þessi sé notaður við eigendaskipti þeirra dýr sem eru ekki í umsjá Dýrahjálpar Íslands. Samningurinn tryggir mörg atriði sem er gott að hafa á hreinu við eigendaskipti gæludýra. Til dæmis hafa allir aðilar upplýsingar um nýja eigendur/fyrri eiganda ef eitthvað kemur upp á.

Ættleiðingarsamningur

Fréttabréf

Fréttabréf ágúst 2011

Fréttabréf janúar 2011

Fréttabréf apríl 2010

Fréttabréf óktober 2009

Fréttabréf desember 2008

Fréttabréf september 2008

 
Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.