Heim » Dýrin » Hundar
Fróði

Hann er íslenskur/bordier og er 9.mán,mikill mannvinur, geðgóður og kelin, hefur verið töluvert í kringum börn. Elskar útiveru,og leik,en er á gelgjuskeiði og tel ég í formi þrjósku og eilítið frekju sem er auðvelt að tækla með blíðri nálgun. En er bráða ofnæmi komið upp á heimilinu sem veldur því að hann þarf að víkja. ...

Hektor Skuggi

Sökum heimilisaðstæðna leita ég að nýjum eiganda fyrir Hektor Skugga. Hann er blanda af border collie og 1/8 íslenskum. Hann þriggja ára og ógeldur. Hektor er mjög forvitinn hundur sem þykir fátt skemmtilegara enn að skoða nýja staði, leika með bolta, reipitog og langir og góðir göngu túrar. Hann er aftur á móti að glíma ...

Bessi

Hann elsku Bessi er 5 ára miniature púðlurakki. Bessi þarf að komast á nýtt heimili sem hefur tíma, getu og kærleik að gefa honum. Bessi er heilsuhraustur, fjörugur og skemmtilegur karakter sem elskar að leika, útiveru, borða, kúra og kela. Ásamt því að vera dásemdardúskur hefur Bessi glímt við atferlisvanda t.d. það að eiga það ...

Vaskur

Flutti frá Ísafirði til Reykjavíkur nýlega ásamt allri fjölskyldunni og það er Virkilega lítið af húnsæðum í rvk sem leyfir hunda og er á viðráðanlegu verði, sem leiddi til þess (þurftum að yfirgefa húnsæðið á ísafirði) að við fundum aðeins husnæði sem leyfir ekki hunda á þeim litla tíma sem við höfðum. Þetta eru ömurlegar ...

Vaskur

Vaskur er 11 ára og er hálfur íslenskur og hálfur beagle, Við erum að flytja frá Ísafirði til Reykjavíkur og höfum verið að leita að eign til að kaupa en ekki fundið neina sem er á viðráðanlega verði sem má hafa hunda svo þar sem við þurfum að yfirgefa eignina fyrir vestan þurfum við að ...

Maxína

Því miður þarf ástkæra Maxína okkar að finna nýtt heimili þar sem ekki eru yngri börn. Hún er yndisleg og klár, mjög fljót að læra og hefur gaman af allskonar kúnstum. Maxína er 5 ára Border Collie/Schäfer blendingur og lítur mest út sem Border Collie. Það eru nokkur atriði þarf að hafa í huga: Börn: ...

Múla - Týr

Jæja það er ekki hægt að tefja þetta lengur , er sár og brotinn að þurfa að skrifa þennan pistil. Vonaði þegar ég sótti þennan snilling að ég þyrfti aldrei að sjá á eftir honum á annað heimili. En núna er víst sú staða uppi að ég get ekki haft hann lengur. Hann á betra ...

LOKI eða Loki karlinn

Það er með þungt hjarta sem ég stíg þetta skref og leyti til ykkar eftir hjálp/stuðnings. Málið mitt er sjálfsagt ekkert nýtt. Ég er með tæplega 5 ára geldann rakka...LOKI sem ég get ekki haft hjá mér lengur. Hann hefur alist upp í stóru húsnæði með garði og fjöld. Núna í jan varð skilnaður og ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.