Heim » Dýrin » Hundar
Molly - vantar pössun

Ég er því miður að flytja tímabundið í húsnæði þar sem dýr eru ekki leyfð. (Þangað til næsta vor) Við viljum að hún fái gott heimili þangað til. Hún er algjör orkubolti og lítur ekki á sjálfa sig sem smáhund, hún elskar að fara í drulluga göngutúra og spranga um í snjónum og finnst ekkert ...

Lexy

Lexy er bordercollie/labrador blanda, 3 ára, fædd í nóvember 2014. Hún er yndisleg tík sem getur leikið við alla hunda, er ekki aggressív eða grimm. Hún er vön börnum en hatar ketti. Ekkert mál að skilja hana eftir heima í nokkra klukkutíma. Hún nagar ekki hluti.

Gola

Þetta er hún Gola sem er 6 ára gömul síðan 13. Janúar og er Labrador. Hún er að leita að nýju heimili þar sem við höfum ekki nægan tíma fyrir hana. Hún er mikið fyrir að kúra og er barngóð. En hún þarf að fara á heimili þar sem eigandinn mun hafa tíma fyrir hana. ...

Atlas

Atlas er blanda af bordercollie og labrador, hann er mjög fjörugur en líka mikill kúruhudnur. Hann er mjög óöruggur innan um aðra hunda og ókunnuga. Hann er fljótur að læra. Atlas er að leita að nýju heimili vegna þess að eigandi er að flytja í húsnæði þar sem dýr eru ekki leyfð.

Tinna

Vegna húsnæðisvanda sárvantar Tinnu nýtt heimili, sem allra fyrst. Tinna er ung blanda af Rottweiler og Shar-pei. Eigendur fengu hana fyrir 1 1/2 ári og reikna með að hún sé um 3 ára núna en vita lítið um aðstæður hennar áður en hún kom til þeirra. Tinna var ekki í góðu ásigkomulagi þegar að hún ...

Demon

Yndislegi Demon okkar, vantar tímabundið heimili vegna röð atvika sem urðu til þess að við getum ekki haldið honum lengur. Demon er barngóður, blíður og vanur að vera með öðrum dýrum. Hann hlýðir vel og fer lítið fyrir honum innan dyra. Hann er svolítið erfiður í taum, sérstaklega vegna þess að hann hefur ekki komist ...

Astor

Astor er 6 ára Ungversk vizsla sem leitar að nýju heimili. Astor þarf eigendur sem eru tilbúnir að vinna með hann, gefa honum gott atlæti, aga og góða daglega hreyfingu. Reynsla af hundahaldi er skilyrði. Ástæður þess að hann er í heimilisleit er að þegar að húsbóndi hans er fjarri, virðir Astor ekki aðra meðlimi ...

Ronda

Þessi hundur þarf heimili sem fyrst. Hún er blanda af labrador og sheffer. Hún er flogaveik þó en góðar líkur á því að hún fái ekki aftur kast eftir að hún hefur nú þegar fengið það. Hún er ekki húsvön en er mjög blíð og góð. Þarfnast einhvers sem er hress manneskja og nennir að ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.