Heim » Dýrin » Hundar
Mási (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Þetta er hann Mási hann er tveggja og hálfs árs. En hann á afmæli 15.maí. Hann er sheffer, bordercollie blanda sem þýðir að hann er vel virkur og þarf mikla athygli og hreyfingu. Hann er ekki fullkominn og er að sjálfsögðu ekki gallalaus frekar en við hin en hann geltir á allskonar hljóð og bank, ...

Kersins Svarti Pétur

Hreinræktaður ísl fjárhundur afn: Kersins Svarti Pétur Ættbókano: IS13281/09 Fæðingad: 14.03.2009 óskar eftir góðu heimili með mikilli útivist, hann er fullorðinn kafloðinn og heitfengur rakki. Hann þarf nýtt heimili því yngri rakkin á heimilinu og hann eru að slást , hann þarf að vera eini rakkinn því hann má ekki við því að ungir rakkar ...

Dimma

Hana Dimmu mína vantar tímabundið heimili, mögulega framtíðarheimili. Ég er að flytja erlendis og heimilið sem hún hefur verið á getur ekki haft hana lengur vegna erfiðleika. Ég er að reyna að koma henni út til mín en það er ekki víst að það gangi upp þar sem að það er óljóst hvort að það ...

Myrkvi

Ég er að auglýsa Myrkva fyrir ættingja sem er kominn í sjúkrahúsinnlögn. Það sem ég þekki til er að Myrkvi er orkumikill rakki og fjörugur.Þarf góða hreyfingu. Hann er mjög ljúfur og vill vera að ota trýninu undir hendur manns til að fá strokur og vill oft fá kossa og knús og kúra í fangi ...

Stonie

Stonie er tæplega eins árs, Bordercollie blanda, kátur og kraftmikill hundur sem á miklu meira skilið en heimilisfólk getur veitt honum. Húsbóndi Stonie er mikið frá vegna vinnu og aðrir fjölskyldumeðlimir hafa ekki nógu mikinn tíma eða stjórn á honum. Stonie þyrfti að komast sem fyrst á gott heimili þar sem hann fær þá þjálfun ...

Lukka

Ég hef ekki húsnæði né jafn mikinn tíma og ég vil hafa fyrir dömuna mína :/ Ég verð heimilislaus í desember ef ég gef ekki Lukku, þar sem ég fer þá útá leigumarkaðinn og finn enga íbúð sem kostar ekki hálfan handlegg. Ég bjargaði Lukku frá heimilisofbeldi á sínum tíma, hún var mjög félagsfælin og ...

Brúnó

Vegna veikinda og flutninga þarf hann elsku Brúnó minn að fá nýtt heimili ????. Brúnó er blanda af labrador/setter/border collie/collie og íslending og fæddist hann í sveit 5.janúar 2013. Hann er því að verða 5 ára. Brúnó er yndislegur hundur með lítið hjarta. Hann er stundum svolítið æstur en gerir ekki flugu mein. Brúnó er ...

Astor

Astor er 6 ára Ungversk vizsla sem leitar að nýju heimili. Astor þarf eigendur sem eru tilbúnir að vinna með hann, gefa honum gott atlæti, aga og góða daglega hreyfingu. Reynsla af hundahaldi er skilyrði. Ástæður þess að hann er í heimilisleit er að þegar að húsbóndi hans er fjarri, virðir Astor ekki aðra meðlimi ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.