Heim » Dýrin » Hundar
Brúnó

6 ára boxer, border collie og íslenskur. Góður, barnvænn og fallegur brúnn rakki. Geldur og hlíðinn þótt hann geti verið órólegur þegar hann hittir fólk eða hunda í fyrsta skipti. Orku mikill hundur sem finnst best að hafa nóg að gera. Hefur búið með kött en er ekki vanur öllum köttum. Athugið að þetta dýr ...

Molly - vantar pössun

Ég er því miður að flytja tímabundið í húsnæði þar sem dýr eru ekki leyfð. (Þangað til næsta vor) Við viljum að hún fái gott heimili þangað til. Hún er algjör orkubolti og lítur ekki á sjálfa sig sem smáhund, hún elskar að fara í drulluga göngutúra og spranga um í snjónum og finnst ekkert ...

Kría

Tveggja ára yndislegri Doberman tík vantar nýtt heimili vegna sambandsslita. Hún heitir Kría og er hreinræktaður Doberman. Hún krefst mikillar athygli og er ekki vön að vera lengur ein heima en 6-7 klst á daginn. Henni finnst gaman að elta bolta og fara í lausagöngur í Heiðmörk. Hún er ágæt í taumi. Við gerðum okkar ...

Hendrix

Hendrix er 7 ára labrador blendingur (f.13.apríl 2010). Pabbi hans er hreinræktaður en mamma hans er labrador blendingur (ekki alveg þekkt hvernig). Það sér þó ekki á honum að hann sé blendingur. Hendrix er alveg eins og hugur manns, húsbóndahollur og gæfur. Hann er með lítið hjarta og þarf sitt knús á hverjum degi. Hann ...

Andri

Vegna breytra heimilisaðstæðna þarf Andri að komast á nýtt heimili sem fyrst. Andri er ÍSL/BC og Golden Retriver um 30kg. Hann verður þriggja ára í desember og hefur verið hjá okkur frá því að hann var um sex vikna gamall (kom til okkar í gegnum Dýrahjálp). Andri er mjög orkumikill og þarf mikla hreyfingu en ...

Askur

Askur er 8 ára gamall og hefur búið hjá okkur fjölskyldunni frá því hann var 6 vikna. Askur er geðgóður og ljúfur en er vissulega oft á varðbergi gagnvart ókunnugum. Hann er vanur börnum og ósköp lljúfur og góður við þau. Nú er það svo því miður að barnabarnið okkar hefur ofnæmi fyrir hundum og ...

Bassi

Elsku yndislegi Bassi leitar að nýju kærleiksríku heimili. Hann er yndislegt gæludýr, félagslyndur og tryggur, elskar knús og klapp og útivist. Bassi er gullfallegur geltur rakki, 4 ára blendingur af íslenskum fjárhundi og Border Collie, nýbúið að hreinsa tennur, klippa klær og yfirfara heilsuástand, sem er í topp lagi. Hann á ekki auðvelt með að ...

Alvin

Alvin er 7 ára yndislegur pomeranian strákur sem er leita að nýju heimili. Hann þarf á nýju heimili að halda vegna þess að eigendur hans eru að flýtja til útlanda. Alvin geltir frekar mikið þegar hann fer út að labba og þegar gestir koma vegna kvíða sam hann er með. Alvin er einnig með flogaveiki ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.