Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Rakettur og ferfætlingar

04 Des 2014

Það fer bráðum að koma að þeim tíma árs þegar mannfólkið fer að prufukeyra rakettur og annað stórskemmtilegt áramótadót. Það er þó ekki eins gaman fyrir suma ferfætlingana okkar. Því viljum við benda ykkur á viðtal sem var tekið við Heiðrúnu Klöru hundaþjálfara og birtist í Aðventublaði DV síðustu helgi. Þar fer hún yfir nokkur atriði sem er gott að hafa í huga í tengslum við hunda þegar áramótin nálgast. Á myndinni sem fylgir er yfirlit yfir nokkra þætti sem hún dró saman sem hjálpar áramótastressuðum hvuttum. Endilega lesið líka greinina í heild: http://www.dv.is/media/extrablad/pdf/adventa_aukablad.pdf
Fyrir þá sem vilja gera áramótin enn þægilegri fyrir áramóta-stresshvutta þá bendum við hér á námskeið sem er sérstaklega fyrir þá. http://www.heidrunklara.is/joacutel-og-aacuteramoacutetin.html