Heim » Dýrin » Kanínur
Sari/ Áður Sara

Sara er eins árs kanína sem hefur verið á heimilinu frá því hún var lítill ungi. Við vorum þess fullviss að um kvk væri að ræða og skírðum hana Söru. Allir urðu því furðu losnir þegar farið var í að gelda og það kom í ljós að Sara er Sari. Hún hefur haft það náðugt ...

Kalli

Kalli er yndislegur lítill kanínu hnoðri. Hann er 2 ára og það er búið að gelda hann. Hann leitar nú að nýju heimili þar sem við getum því miður ekki haft hann lengur.

Núsa

Hún er gæf og mjög róleg. Elskar að fá klapp og kúr.

Houdini

Hvít og grá kanína sem gengið hefur laus í Stekkjunum í Reykjavík. Hún er bæði stór og mjög gæf og hefur því verið heimilisdýr áður en hún fór að ganga laus. Kyn og aldur óþekkt.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.