Heim » Dýrin » Dýr í heimilisleit
Benóní (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Umsögn fyrrum eiganda: Elsku prinsinn okkar þarf að komast á gott og notalegt heimili sem allra fyrst, vegna útflutnings okkar í annað land. Benóní er sætasti og ljúfasti köttur sem fyrir finnst og allir sem kynnast honum falla fyrir honum eins og prinsessan fellur fyrir prinsinum, hann er svo sannarlega draumaprinsinn Benóní!! Meiri kelikall en ...

Hr. Mjálmar nr. 16 (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Hr. Mjálmar er elegant köttur og augljóslega með Síams blóð í æðum, grannur og laglegur. Hann er samt ekki Síamslitur heldur kolsvartur fyrir utan kannski örfá hvít hár á stangli. Hann er mjög varkár í kringum fólk, hann er vanur öðrum köttum, en vill fá að koma til þín á sínum eigin forsendum. Hann er ...

Bjartur nr. 13 (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Bjartur er geltur fress, mjallahvítur með blá augu. Hann er matargat og finnst ekki leiðinlegt að smakka eitthvað nýtt en best finnst honum að fá blautmat og kemur iðulega hlaupandi þegar maður er að sýsla ínn í eldhúsi. Hann liggur einnig oft við eldhúsdyrnar og treystir að þú vitir af honum og passir að stíga ...

Bambína (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Bambína er róleg og góð læða sem óskar eftir barnlausu heimili sem hefur nægan tíma til að knúsa hana og kjassa. Einnig þarf hún að fá heimili þar sem hún getur verið útikisa. Hun er mjög kelin köttur og þarf mikla athygli frá fólkinu sínu. Henni finnst gaman að leika en ekki við aðra (dunda ...

Grey nr. 21 (á fósturheimil Dýrahjálpar)

Dásamlega fallegur hvítur Högni. Hann er sá sem allir hinir kettirnir leita til hjá fósturheimilinu til að fá vernd og hlýju. Hann tekur þessu hlutverki mjög alvarlega og þegar nýar kisur koma þá tekur hann á móti og passar þær. Það treysta allir á hann. Hann er mjög sjálfstæður og vil ráða sér sjálfur og ...

Breki (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Breki er 9 ára meðalstór, bröndöttur kisi með aðeins dökkt bak og rófu. Hann er hraustur og vill skreppa út daglega, en er þó mest innivið þessa dagana. Hann er mjög góður með öðrum kisum og er fljótur að treysta nýju fólki. Er strax mjög kelinn og góður og elskar að fá klapp og knús. ...

Moli (á fósturheimili dýrahjálpar)

Frá fyrri eiganda um Mola: Moli er tæplega 3 ára gulur fress og hefur verið mikill flakkari alveg frá því hann var pínulítill kettlingur. 4ra mánaða var hann geldur þar sem hann hékk á útidyrahurðinni spólandi að reyna að komast út í ævintýraleit! Það breyttist samt lítið og hann hefur frá upphafi átt það til ...

Brúnó

6 ára boxer, border collie og íslenskur. Góður, barnvænn og fallegur brúnn rakki. Geldur og hlíðinn þótt hann geti verið órólegur þegar hann hittir fólk eða hunda í fyrsta skipti. Orku mikill hundur sem finnst best að hafa nóg að gera. Hefur búið með kött en er ekki vanur öllum köttum. Athugið að þetta dýr ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.