Heim » Dýrin » Dýr í heimilisleit
Mysa (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Mysa er 9 ára meðalstór, svört kisa með hvítan flekk á hálsi. Hún er forvitin kisustelpa með pínulítið hjarta. Það tekur hana smá tíma að venjast nýju heimili en þegar hún kemur út úr skelinni sinni hefur hún svo mikla ást að gefa. Hún elska klapp og að kúra eins nálægt manni og hún getur. ...

Moli (á fósturheimili dýrahjálpar)

Frá fyrri eiganda um Mola: Moli er tæplega 3 ára gulur fress og hefur verið mikill flakkari alveg frá því hann var pínulítill kettlingur. 4ra mánaða var hann geldur þar sem hann hékk á útidyrahurðinni spólandi að reyna að komast út í ævintýraleit! Það breyttist samt lítið og hann hefur frá upphafi átt það til ...

Mjallhvít

Vegna flutninga erlendis þarf ég að finna nýtt heimili fyrir kisuna mína. Ég hef átt Mjallhvíti síðan hún var kettlingur svo hún hefur alltaf verið á sama heimili. Hún er samt mjög fljót að venjast nýju fólki, hefur oft farið í pössun þegar fjölskyldan fer í frí og það hefur gengið mjög vel. Mjallhvít er ...

Nebba

Vegna flutninga og ofnæmis þá get ég ekki lengur haft hana :( Nebba er nokkuð smávaxin og bröndótt kisa. Hún er vön fólki og elskar athygli, félagsskap, klapp og kúr, og er vön því að láta halda á sér. Hún er vön því að vera inni en henni finnst mjög gaman að fara út þegar ...

Laxnes

Laxness er brúnröndóttur, þriggja ára köttur sem veit ekkert betra en að kúra og mala eins og mótorbátur. Hann er ótrúlega elskulegur og nettur, en er líka svaka góður í því að fara út og veiða og leika.

Molly - vantar pössun

Ég er því miður að flytja tímabundið í húsnæði þar sem dýr eru ekki leyfð. (Þangað til næsta vor) Við viljum að hún fái gott heimili þangað til. Hún er algjör orkubolti og lítur ekki á sjálfa sig sem smáhund, hún elskar að fara í drulluga göngutúra og spranga um í snjónum og finnst ekkert ...

Aríel

Vegna breyttra aðstæðna vanrar Aríel nýtt heimili. Hún er fædd október 2015 og er inniköttur. Hún er yndisleg, blíð og góð og finnst gaman að leika. Hún er smávaxin og nett og vön börnum. Það er búið að taka hana úr sambandi og er hún örmerkt. Hún er einstaklega geðgóð. :)

Lilja Rós

Lilja Rós er yndisleg og góð kanína. Við björguðum henni af heimili sem var ekki farið nógu vel með hana. Við eigum aðra fyrir og þeim semur illa og viljum við fá gott heimili fyrir hana. Hún er ennþá smá hvumpin en er að verða öruggari með sig. Finnst best að vera laus og fá ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.