Heim » Dýrin » Dýr í heimilisleit
Monsi (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Monsi (eða Mosi eins og hann heitir hér á heimilinu) er fjögurra ára fressköttur, stór og myndarlegur. Tæplega fimm kíló að þyngd. Hann er geldur og búið að bólusetja og gefa ormalyf. Hann hefur alltaf verið inniköttur en hefur fengið að fara aðeins út á fyrra heimili og gekk vel. Monsa finnst gaman að kúra ...

Pawel (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Pawel er afskaplega ljúfur kisi, hann kemur til manns og vill fá knús og klapp og malar þá af vellíðan og elskar fólkið sitt. Hann hefur gaman af athygli og hann hafði tekið ástfóstri við stálpaðan ungling á heimilinu og er pínu niðurbrotin eftir að hún flutti erlendis. Það er einnig ungt barn á fósturheimilinu ...

Hrefna og Stráksi (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Hrefnu og Stráksa vantar nýtt heimili. Móðir mín kvaddi þetta líf vegna aldurs. Þau eru systkin og verða 2ja ára í lok ágúst. Eru innikisur en hafa fengið að fara út í sumarbústaðalandi undanfarið. Miklar kelurófur, en eru smá tíma að kynnast nýju fólki.

Moli (á fósturheimili dýrahjálpar)

Moli var mikill flakkari þegar hann var yngri en nú er hann 4 ára og þó hann vilji enn fara í stutt ævintýri þá er hann ávalt kominn heim í tæka tíð fyrir kvöldmat og háttatímann sinn. Hann er góðu vanur þegar kemur að mat enda matvandur og sættir sig ekki við hvaða mat sem ...

Fróði

Hann er íslenskur/bordier og er 9.mán,mikill mannvinur, geðgóður og kelin, hefur verið töluvert í kringum börn. Elskar útiveru,og leik,en er á gelgjuskeiði og tel ég í formi þrjósku og eilítið frekju sem er auðvelt að tækla með blíðri nálgun. En er bráða ofnæmi komið upp á heimilinu sem veldur því að hann þarf að víkja. ...

Obi

Obi er 4 ára heimilisköttur sem við fengum til okkar þegar hann var 6 mánaða og þá vorum við dóttir mín bara tvær á heimili. Nú er fjölskyldan orðin stærri (maður og önnur stelpa) og við í þokkabót búin að fá okkur hund og Obi er alls ekki sáttur. Hann er ekki félagslindur en vill ...

Prins

Þetta er hann Prins <3 Hann er rétt rúmlega eins árs og er að leita að nýju heimili sem fyrst vegna breyttra heimilisaðstæðna. Prins er algjör gullmoli, mikil félagsvera og sækir í að vera í kringum fólk, hann er aldrei langt undan. Prins hefur alltaf verið inniköttur en myndi una sér mjög vel sem úti ...

Tinna

Svartur köttur. Henni finnst mjög gott að kúra og vill fá mikinn félagsskap. Henni finnst gott að gæða sér á góðum mat. Hún er útiköttur en eyðir mest af sínum tíma innandyra. Ég veit ekki hvað hún er gömul en held hún sé eldri en 12 ára.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.