Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Nýtt heimili og athvarf

14 Júl 2009

Fréttablaðið, 04. apr. 2009
Dýrahjálp Íslands stendur fyrir ættleiðingardögum í Garðheimum nú um helgina. Þar gefst dýravinum tækifæri til að eignast dýr sem þarf á heimili að halda en hefur verið í fóstri hjá Dýrahjálpinni.

Í Garðheimum geta dýravinir orðið sér úti um gæludýr um helgina en Dýrahjálp Íslands stendur þar fyrir Ættleiðingardögum. „Við verðum hér í Garðheimum í dag og á morgun frá klukkan 12 til 18 og hingað getur fólk komið sem er að leita sér að dýri sem það vill veita heimili,“ segir Ásbjörg Una Björnsdóttir hjá Dýrahjálp. Starf Dýrahjálpar hófst á síðasta ári en samtökin vinna að því að koma dýrum, sem eru einhverra hluta vegna á hrak hólum, til nýrra eigenda. Starfið er algjörlega byggt á sjálfboðavinnu. Dýrahjálp heldur úti heimasíðu þar sem hún auglýsir dýr fyrir fólk en einnig eru samtökin með fósturheimili fyrir dýr.

„Við auglýsum á heimasíðunni okkar dyrahjalp.org og líka á Facebook. Stundum getur fólk ekki haft dýrið heima hjá sér þangað til við höfum fundið því nýtt heimili og þá erum við með fósturheimili til dæmis hér í Reykjavík, Keflavík, Selfossi og víðar, þar sem dýrin geta verið í nokkra daga eða vikur. Einnig tökum við stundum við dýrum frá dýralæknum sem átt hefur að lóga en ekkert amar að.“ Ásbjörg segir ýmsar ástæður fyrir því að dýr lendi undir verndarvæng samtakanna. Stundum komi upp ofnæmi í fjölskyldum fyrir gæludýrinu svo það verður að fara, eða í ljós komi að fólk hafi hvorki tíma né getu til að sinna gæludýri. Einnig segir hún reglur um dýrahald í fjölbýlishúsum á Íslandi vera mjög strangar svo fólk þurfi oft að láta gæludýrin frá sér ef það flytur í fjölbýli. Frá því að samtökin tóku til starfa hefur því fjöldi gæludýra fengið nýtt heimili. „Við útveguðum um 300 dýrum nýtt heimili á síðasta ári Ef við þurfum að taka dýr í fóstur tökum við vaktgjald fyrir það. Stundum þurfum við líka að sendast eftir dýrinu eða fara með það til dýralæknis og þá reynum við að safna fyrir því. Um helgina verðum við með fjölda dýra sem þurfa heimili. Við hvetjum fólk til að koma endilega við og vita hvort það sér ekki sætustu kisu í heimi hjá okkur, eða myndi einhver tengsl við eitthvert dýranna og vilji taka það með sér heim. Við erum að leita að fólki sem er tilbúið til að veita dýrinu heimili til framtíðar.“