Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Áramótakveðja

31 Des 2014

Kæru dýravinir,

Í dag er síðasti dagur ársins og á tímamótum eins og þessum er tilvalið að líta yfir farinn veg. Það sem helst má rifja upp frá árinu sem er að líða er ýmislegt sem snertir hjarta okkar svo djúpt að orð fá því varla lýst.

Dýrahjálp Íslands var stofnað á hinu örlagaríka hrun-ári 2008. Þegar félagið var stefnan að opna athvarf sem tæki við öllum tegundum gæludýra. Allir sem tóku þátt í stofnstarfinu voru miklir eldhugar sem höfðu metnaðarfull markmið. Þegar leið á árið kom í ljós að áætlanir myndu varla ganga eftir (engir möguleikar á fjárhagsaðstoð næstu árin) og þá breyttist hugmyndafræðin og aðlagaðist að þeim aðstæðum sem voru til staðar – í stað þess að stofna athvarf var rekstraráætlun félagsins breytt og fósturheimilakerfi var sett á fót. Í dag er grundvöllur starfseminnar þau yndislegu heimili sem taka að sér að fóstra dýr þar til framtíðarheimili finnst. Í þessi 6 og hálft ár sem félagið hefur starfað hefur fjöldi yndislegra dýravina séð um að hugsa um dýrin sem eru í umsjá Dýrahjálpar og gefið af hjarta sínu og tíma sínum til að bjarga öllum þeim elskulegu dýrum sem hafa þurft á því að halda. Án ykkar væri starf Dýrhjálpar ekki til staðar og við þökkum öllum elskulegustu fósturheimilum frá okkar dýpstu hjartarótum.

Eins og þið flest vitið þá eru allir sem vinna að starfi Dýrahjálpar í sjálfboðavinnu og sendum við þakkir til ykkar allra sem hafa komið að starfi félagsins frá stofnun og til framtíðar.

Það sem hvetur okkur áfram í starfinu er sú hugarfarsbreyting sem orðið á liðnum árum. Þa eru að spretta upp fleiri hópar sem vinna ötullega að velferð dýra. Það eru nokkrir hópar sem við viljum benda á sem við lítum á sem sálufélaga og samstarfsaðila í vinnu í þágu dýra. Þetta eru aðilar sem vinna frábært starf og eiga mikinn heiður skilinn. Sú hugarfarsbreyting sem hefur orðið á síðustu árum ber vott um það sem koma skal – meiri virðing fyrir samferðalífverum okkar á þessari jörð sem er samofin menningu okkar og lífi.

Við viljum endilega vekja athygli á þeim félögum og hópum sem hafa eflst og hafið störf á síðustu árum í þágu dýraverndar og tengdum málefnum.
- Dýraverndarsamband Íslands er félag sem hefur unnið að velferð dýra frá árinu 1914 og á síðustu árum hefur starfið eflst gríðarlega. Hópurinn sem vinnur í þágu þess félags er samheldinn og vinnuglaður og erum við stolt að fá að kalla þau vini okkar.
- Kattholt vinnur sem fyrr frábært starf í þágu katta á Íslandi. Þetta er elsta athvarf á Íslandi og eiga þau miklar þakkir fyrir það starf sem þar er unnið.
- Nýverið hefur tekið til starfa félagið Villikettir, um er að ræða hóp kattavina sem heitir hafa unnið frábært starf í þágu villikatta á höfuðborgarsvæðinu. Eins er mjög virkur hópur í Hafnarfirði sem vinnur sambærilegt starf. Þetta eru hópar sem vinna að gríðarlega mikilvægu átaki sem snýr að því að fækka villiköttum á Íslandi með mannúðlegum aðferðum og bæta þannig líf og velferð útigangs- og villikatta.
- Kisukot var stofnað árið 2012 á Akureyri og hafa þau unnið ötullega að málefnum katta á Akureyri. Á Akureyri er ekki athvarf fyrir ketti en Kisukot vinnur að sambærilegu markmiði og Kattholt án þess að hafa til þess húsnæði. Við vonum að með styrkjum og velvild nái þau markmiði sínu fljótlega að finna húsnæði til að geta haldið áfram að sinna þessu mikilvæga hlutverki.
- Á Facebook hefur fjöldi samfélaga tekið höndum saman og má þar nefna Hundasamfélagið sem reglulega hefur tekið höndum saman og lagt hönd á plóg þegar dýrin okkar þurfa á því að halda.
Félag ábyrgra hundaeigenda er félag sem er frekar nýtilkomið og stefnir að því að vinna sameiginlega að málefnum hunda og eigenda þeirra í þeirri vegsemd að gera Ísland að hundavænni samfélagi.

Þetta er örugglega bara byrjunin á þeirri vegferð sem við viljum öll stefna að. Til hamingju við öll að vera þátttakendur í þeim breytingum sem eru að eiga sér stað í samfélagi okkar í átt að dýravænni samfélagi.

Takk fyrir okkur og gleðilegt nýtt ár