Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Basar á Hressó

14 Okt 2008

Á morgun (14. október) verður Hressingarskálinn (www.hresso.is) með basar á milli 19-22 þar sem þau eru að selja föt ódýrt (föt sem fólk eru búið að gleyma á djamminu). Hluti peninganna sem þau fá fyrir basarinn mun renna til Dýrahjálpar!

Við í stjórn Dýrahjálpar verðum á Hressó svo ef þú hefur tima, endilega komdu við, spjallaðu við okkur og kauptu ódýr föt þar sem peningarnir renna til góðs málefnis.