Heim » Fréttir » Stærsta verkefni Dýrahjálpar
images/2015/10/05/12116531_10153642435389847_1393837566_o_1.jpg

Zoom Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Skráð dags: 05 Oct 2015

Senda á vin Senda á vin

Senda á Facebook Senda á Facebook

Stærsta verkefni Dýrahjálpar

Með gleði í hjarta viljum við tilkynna að um helgina tókst Dýrahjálp að framkvæma verkefni sem er það stærsta sem við höfum tekist á við. Með samstilltu átaki ótalmargra aðila tókum við á móti þrjátíu köttum frá Matvælastofnun inn á yndisleg fósturheimili.

Við viljum þakka öllum sem komu að þessu verkefni með okkur. Þetta hefði ekki gengið upp nema fyrir þá staðreynd að til eru fjöldi dýravina sem finnst verkefni sem þessi vera vert að sinna.

Takk Hanna M. Arnórsdóttir, dýralæknir og eigandi á Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir að gefa vinnu þína þegar við tókum við dýrunum og að sjálfsögðu Dýraspítalanum í Garðabæ fyrir að hafa í gegnum tíðina styrkt okkur með vinnu, ráðum og dáðum.
Takk Vistor fyrir að taka saman og gefa fóður fyrir kettina með engum fyrirvara.
Takk IcePharma fyrir að styrkja verkefnið.
Takk elsku ótalmörgu fósturheimili fyrir að bjóðast til að hjúkra og sinna köttunum.
Takk Matvælastofnun fyrir að treysta okkur í þetta verkefni og gefa okkur þannig tækifæri á því að sýna og sanna hvað í okkur býr.
Takk sjálfboðaliðar Dýrahjálpar fyrir óþrjótandi orku, jákvæðni, viljann og getuna til að gera það sem þarf.

Eins og gefur að skilja er sagan þó ekki öll sögð, næstu vikur og mánuði þurfum við enn meiri aðstoð. Við köllum því hér með eftir ykkar hjálp. Það eru helst nokkrar leiðir sem hjálpa okkur mest eins og staðan er nú:
- Fjárframlög: Mörg dýranna sem við tókum við þurfa á töluverðri dýralækna aðstoð að halda, svo fjárframlög væri vel þegin til að standa straum af þeim kostnaði. Hér eru upplýsingar um bankareikning: http://www.dyrahjalp.is/styrkja/
- Geymsla: Með stækkandi umfangi Dýrahjálpar, þá þurfum við að leita að nýju geymsluplássi og erum því að leita að ódýrri ca 15-20 fm geymslu/herbergi þar sem má geyma fóður og slíkt. Ef þið vitið um eitthvað sem gæti hentað, vinsamlega sendið okkur upplýsingar á dyrahjalp@dyrahjalp.is.
- Kisudót: Vegna fjölda katta sem eru núna á fósturheimilum óskum við eftir klórustaurum og kattasandi sérstaklega en allt kisutengt mun að koma sér vel.

Til viðbótar við ofangreinda aðila, sem hafa aðstoðað okkur í þessu tiltekna verkefni á síðustu dögum, viljum við auðvitað þakka öllum öðrum sem hafa unnið með okkur í gegnum tíðina og gert okkur kleift að stækka og sinna fleiri dýrum með hverju árinu. Þetta eru aðilar sem með ýmsum hætti hafa komið að starfinu, styrkt okkur og hjálpað, til dæmis má nefna Dýralæknamiðstöðin Grafarholti, Dýralæknastofa Suðurnesja, Dýrheimar, Gæludýr.is og allir aðrir sem hafa lagt okkur lið í gegnum tíðina.

Elsku vinir, fyrir hönd dýranna þökkum við ykkur fyrir.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.