Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Hundaættleiðingardagur Dýrahjálpar

01 Feb 2013

Voff ATH Voff!

Sérstakur Hundaættleiðingardagur Dýrahjálpar verður í Dýraríkinu Holtagörðum núna á morgun laugardag frá 13-17.

Flestir þeir hundar sem eru núna á fósturheimilum hjá okkur mæta til að sýna sig og sjá aðra :)
Við hvetjum alla sem eru í hundahugleiðingum að koma hitta yndislegu hundana okkar og sjá hvort þeir falli ekki fyrir einhverjum!

Einnig verður höfundur bókarinnar Góðgæti fyrir gæludýrin hún Bjarkey Björnsdóttir á staðnum og mun bjóða upp á smakk (fyrir ferfætlinga) namm namm! Ásamt því að gefa Dýrahjálp nokkur eintök af bókinni.

Dagatalið okkar fyrir árið 2013 verður líka til sölu á lækkuðu verði eða 1000.- sem er gjöf en ekki gjald :)

Þetta verður stórskemmtilegur dagur og vonumst við eftir að sjá sem flesta.

Hér getið þið séð hundana æfa atriði fyrir morgundaginn :Þ
http://www.jibjab.com/view/uzivm06wMRkYdm5Ebx9K

Kær hundakveðja Depill, Dínó, Skuggi, Tinni og Tyson!