Heim » Fréttir » Vilt þú vera hluti af teymi Dýrahjálpar?
images/2015/09/01/Passa.png

Zoom Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Skráð dags: 01 Sep 2015

Senda á vin Senda á vin

Senda á Facebook Senda á Facebook

Vilt þú vera hluti af teymi Dýrahjálpar?

Dýrahjálp Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna umsjónarmanna starfi fyrir fósturdýr samtakanna.

Umsjónarmenn eru þeir sem fylgja fósturdýrinu frá því að það er sótt frá fyrri eiganda, eru fósturheimili til halds og trausts meðan fósturdýrið er staðsett þar, og alveg þar til dýrið kemst á framtíðarheimili hjá nýjum eigendum.

Verkefni innihalda:
• Að sækja dýr frá fyrri eiganda og fara með til fósturheimilis.
• Vera fósturheimili til halds og trausts meðan verið er að finna framtíðarheimili fyrir dýrið. T.d. aðstoða með heimsóknir til dýralæknis, passa að fósturheimilið hafi nægt fóður fyrir dýrið og vera í sambandi við fósturheimilið til að fylgjast með að allt gangi að óskum.
• Að hafa samband við alla sem sækja um fósturdýrið og skipuleggja hitting milli umsækjenda og fósturheimilisins til að kynna dýrið fyrir umsækjanda.
• Vega og meta ásamt fósturheimili hvaða umsækjandi teljist bestur til að veita fósturdýrinu framtíðarheimili.

Hæfniskröfur:
• 20 ára aldurstakmark.
• Umsækjandi þarf að hafa bíl til umráða.
• Grunn tölvuþekking (kennsla verður haldin fyrir alla umsjónarmenn á tölvukerfi Dýrahjálpar svo þekking á stökum kerfum er óþarfi)
• Góðir samskiptahæfileikar
• Skipulögð og fagmannleg vinnubrögð
• Áhugi og virðing gagnvart dýrum og þörfum þeirra

Áhugasamir eru beðnir um að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu okkar www.dyrahjalp.is fyrir miðnætti 3. september.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.