Heim » Dýrin » Kettir
Tígull

Tígull er týndur Hann er blíður og góður. Hann er inniköttur og er þvi ekki vön umhverfinu þar sem við búum. Hann er ekki örmerktur og er ekki með ól. Hann týndist frá Álfkomuhvarfi í Kóp. Mér þætti rosalega vænt um það ef þeir sem búa hér nálægt eða eiga leið hjá hafi augun opin?

Púki Þór

þessum yndislega Högna vantar gott framtíðarheimili. Hann er svartur og hvítur og er stór og flottur. Hann er solítið hvekktur en vill samt fá klór og klapp og finnst voða gott að kúra en aðalega bara þegar honum hentar. Hann er ekki hrifinn af því að láta halda á sér. það væri frábært ef hann ...

Kristján

Kristján er orkumikill og fjörugur köttur sem finnst ekkert skemmtilegra heldur en að vera úti að leika sér. Hann myndi una sér vel annað hvort í sveit eða þar sem hann getur farið mikið út. En þarf líka að fá sinn skammt af knúsi og kúri. Hann er vanur öðrum kisum og börnum.

Nemó

Nemó er einstaklega ljúfur kisi. 2ja ára síðan í sumar og er geldur. Það fer ekki mikið fyrir honum og hann er einstaklega góður veiðikisi. Hann er vanur ungum börnum en ég held að hann muni una sig best á heimili þar sem ung börn eru ekki. Það hefur myndast eitthvað vantraust á milli hans ...

Leó

Hann leó leitar sér að nýju og góðu heimili. Hann er yndislegur og ljúfur. Ekki er vitað um nákvæman aldur því hann var flækingsköttur en hann er líklega rétt undir eins árs. Því miður hafa aðstæður á heimilinu breyst og ég get ekki verið með hann hjá mér.

Lotta

Lotta er fædd 2006. Hún er alger primadonna og fer sínar leiðir. Hún vill yfirleitt ekki láta halda á sér en vill oft kúra hjá manni og er voða ljúf og góð, hún hefur alltaf verið útiköttur þar til nýlega. Þegar við áttum hunda, þá fór hún oft með í göngutúra.

Síra

English below Síra er algjör hefðarfrú. Hún er ótrúlega skemmtilegur karakter og nær betur að tengjast mannfólkinu en öðrum dýrum. Hún getur verið dálítið feimin við fyrstu en þegar hún þekkir mann vill hún voða mikið vera hjá manni. Hún er rosalega róleg týpa, elskar að kúra og liggja út í garði. Það myndi henta ...

Penny Lane

Það er með miklum trega og sorg sem ég neyðist til að leita að nýju góðu heimili fyrir Penny. Hún flutti inn til mín frá eiganda sínum og ég vissi að ég gæti ekki veitt henni öruggt heimili til framtíðar. En ég leyfði henni að vera hjá mér og því miður er sá tími kominn ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.