Heim » Dýrin » Kettir
Hrefna og Stráksi (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Hrefnu og Stráksa vantar nýtt heimili. Móðir mín kvaddi þetta líf vegna aldurs. Þau eru systkin og verða 2ja ára í lok ágúst. Eru innikisur en hafa fengið að fara út í sumarbústaðalandi undanfarið. Miklar kelurófur, en eru smá tíma að kynnast nýju fólki.

Oríon (á fósturheimili Dýrahjálpar)

3 ára fress köttur leitar að öruggu framtíðarheimili. Ég heiti Oríon og er, þó ég segi sjálfur frá, stór, sjarmerandi, leikglaður, félagslyndur og hef glansandi fallegan feld. Helstu áhugamál eru skóreimar og kúr með mannfólki. Ég lofa að taka alltaf vel á móti þér þegar þú kemur heim, ég heilsa með mjálmi, ég rölti með ...

Moli (á fósturheimili dýrahjálpar)

Frá fyrri eiganda um Mola: Moli er tæplega 3 ára gulur fress og hefur verið mikill flakkari alveg frá því hann var pínulítill kettlingur. 4ra mánaða var hann geldur þar sem hann hékk á útidyrahurðinni spólandi að reyna að komast út í ævintýraleit! Það breyttist samt lítið og hann hefur frá upphafi átt það til ...

Laxnes

Laxness er brúnröndóttur, þriggja ára köttur sem veit ekkert betra en að kúra og mala eins og mótorbátur. Hann er ótrúlega elskulegur og nettur, en er líka svaka góður í því að fara út og veiða og leika.

Þoka

Hún Þoka óskar eftir nýju heimili. Hún er 2 ára mjög góð kisa, en er frekar hrædd vid ókunnuga en venst fljótt. Hún er vön börnum og smá hundum. Hún fannst úti þegar hún var 6-7 vikna og hefur verið hjá okkur síðan en vegna flutninga getum við ekki haft hana lengur. Það fylgir með ...

Teddi

Hæhæ, ég er með einn blandaðann skógarkött og persneskann svartann. Hann er ekki loðinn en hann er alveg gullfallegur. Hann er 7 mánaða og með frábærann persónuleika. Hann er ógeldur. Vonandi fynnst heimili fyrir þennan yndislega kött og mér fynnst hræðilegt að þurfa að láta hann frá mér! :(

Loppa

Loppa er stór og yndisleg læða, fædd í október 2010. Hún þarf að komast á nýtt heimili vegna breyttra heimililsaðstæðna.

Monsa

Blíð, góð og skemmtileg eins og hálfs árs læða leitar að líflegu heimili. Vön öðrum ketti. Hún kemur með allt sitt með (búrið, teppið, sandkassann,klóru, bangsann, burstann ). Henni finnst ekki gott að vera lengi ein heima.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.