Heim » Dýrin » Hundar
Rocky

Rocky er tryggur og ljúfur blendingur sem vantar nýtt heimili. Hann er hlýðinn, barngóður og vinur allra. Rocky finnst fátt betra en að láta klóra sér og klappa en hann er líka mikill útivistarhundur og er vanur að fara í langa göngutúra. Hann er ánægðastur þegar einhver er með honum en unir sér ekki vel ...

Perla

Perla er bordercollie/labrador. Hún er kraftmikil og skemmtilegur hundur og verður 2ára 20.janúar 2015. Hún þarf mikla hreyfingu og þarf að vera í aðstæðum þar sem eigandi hefur tíma til að sinna henni.

Kleina

Kleinu okkar vantar nýtt heimili vegna flutninga. Hún er frá Miðhjáleigu í Austur-Landeyjum og er blanda af íslenskum fjárhundi, Border Collie, Boxer og Labrador. Hún er ofsalega mikil kelirófa og tryggur fjölskylduhundur en á það til að vera hrædd við annað fólk og þarf oftar en ekki tíma til að venjast því. Hún á það ...

Týra - vantar pössun

Hjálp, hjálp. Týru bráðvantar heimili í 3 mánuði. Hún er blanda af Labrador og Border Collie. 2ja ára, mjög hlýðin og góð, vön börnum, köttum og hundum. Hún þarf að sofa í bíl þess sem er að passa af því hann flutti skyndilega í blokk og þar er hundahald bannað.

Pjakkur

Border collie rakki 2ára siðan í mai bráðvantar heimili sem fyrst vegna húsnæðisvanda

Bangsi - vantar pössun

Vegna flutninga vantar mig PÖSSUN fyrir Bangsa í að minnsta kosti eitt ár. Einhvern sem getur eytt með honum tíma og dekrað svolítið við hann. Hann þarf reglur, ákveðni og tíma.

Óvitað

Ársgömlum blending vantar framtíðarheimili vegna fjölskylduvandræða og erfiðleika. Er blanda af Border collie og Labrador, er ógeltur. Býr með 3 börnum og er barngóður og ljúfur. Búr fylgir með.

Seifur

Seifur er 3ja ára gamall rakki blandaður íslenskum/Border og vantar nýtt heimili. Hann er mjög fjörugur og skemmtilegur félagskapur. Hann kann helstu skipanir og hlýðir vel, hann togar soldið í göngutúrum og á við dyrabjölluvandamál að stríða og líður almennt ekki vel í bíl. Hann er orkumikill og þarf þónokkra hreyfingu, meiri en við höfum ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.