Heim » Dýrin » Hundar
Kubbur

yndislegur og góður hundur sem er 5 ára gamall og þarfnast nýs heimili vegna flutninga, er ættbókarfærður.

Bangsi

Bangsi er yndislegur 12 ára border collie/íslenskur blendingur. Hann er mjög svo barngóður og er vanur öðrum hundum. Bangsi er klár og fljótur að læra. Við erum að leita eftir tímabundnu eða framtíarheimili vegna flutninga. Það væri æskilegt að finna einhvern sem gæti haft hann hjá sér og hefði tíma fyrir hann. Við erum búin ...

Rex

2 ára gamall husky hundur óskar eftir nýju heimili. Yndislegur hundur sem fær alls ekki að fara á hvaða heimili sem er. Ástæða þess að hann þarf nýtt heimili er að gamla tíkin okkar er orðin virkilega vond við hann og hann má orðið ekki neitt fyrir henni auk þess sem hún er farin að ...

Bjartur

Bjartur er border collie blandaður íslenskum fjárhund. Hann verður 2 ára í Október. Við þurfum að láta hann frá okkur vegna flutninga. Bjartur er góður hundur og fljótur að læra, hann hlýður ef kallað er á hann, beðið hann um að setjast, leggjast, heilsa og rúlla.

Maddý - Vantar pössun/framtíðarheimili

Vegna flutninga á næstunni og Maddý má ekki koma með vantar mig pössun eða framtíðarheimili fyrir hana. Hún er 1 árs bordercollie,íslenskur og labrador. Hún er vön börnum og öðrum dýrum. Hún þarf talsverða hreyfingu og athygli

Hagi

Hagi er 5 mánaða gömul hvuttastelpa sem vantar að komast á nýtt heimili vegna þess að það kom upp ofnæmi á núverandi heimili.

Týra

Týra er yndisleg 5 ára border collie/íslenskur blendingur. Hún er rosalega barngóð og er vön öðrum dýrum. Hún er mjög klár og er fljót að læra og mjög hlýðin. Ástæðan fyrir að við getum ekki haft hana lengur hjá okkur er útaf breyttum aðstæðum hjá okkur. Það heyrist aldrei í henni, ekki við dyrabjöllu eða ...

Skuggi

Skugga bráðvantar að komast á nýtt heimili. Hann er árs gamall, fjörugur, ljúfur og góður, en er erfiður í taumi. Hann stendur sig vel í lausagöngu og svarar innkalli ágætlega. Best væri ef hann kæmist á heimil hjá hundavönu fólki.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.