Heim » Dýrin » Hundar
Fenrir

Hundur sonar míns, hann Fenrir 9 mánaða Border Collie, getur því miður ekki búið hjá okkur lengur vegna ofnæmis. Fenrir er orkumikill hvolpur sem þarf töluverða hreyfingu. Hann geltir og á það að naga hluti, s.s. skó. Hundurinn er fallegur og vel haldinn en þarfnast meiri aga en hann hefur fengið. Eigendur vonast til að ...

Pjakkur

Hæ allir, ég heiti Pjakkur. Ég er á 8unda árinu mínu og er af tegundinni Labrador og 1/4 Sheffer. Nú er komin sú staða að mamma mín getur ekki haft mig lengur því hún hefur ekki þann tíma sem ég þarf fyrir hreyfingu og þess háttar. Þess vegna leitum við til ykkar til að hjálpa ...

Malla

Elsku Malla er 6 ára og munaðarlaus greyið, eigandi hennar er fallinn frá. Hún er frísk, kraftmikil Boxer blanda, skemmtileg tík sem elskar útivist og er góð við börn.

Hrammur

Hrammur er 4 ára blendingur sem vantar heimili sem fyrst. Hann er ljúfur og góður, vanur börnum og öðrum hundum. Hann gæti verið efnilegur í veiði og líka til að smala. Hann er elskar að leika og er auðvelt að kenna honum. Getum ekki haft hann með okkur vegna fluttinga og viljum finna gott heimili ...

Lady og Öl

vegna óviðráðalega aðstæðna þarf ég því miður að láta hundana mína frá mér, ég hef ekki tíma til að sinna þeim sem þarf vegna mikillar vinnu. Tegund: blendingar af Labrador og Border Collie Lady og Öl eru systkini sem hafa ávalt verið saman, þau koma úr sama goti og það væri æskilegt ef þau færu ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.