Heim » Dýrin » Hundar
Siberian husky

Siberian husky tík leitar að heimili þar sem henni eigendur hafa nægan tíma til að sinna henni, fær góða hreyfingu, umhyggju og aga. Við viljum gjarnan heyra frá fólki sem hefur reynslu og þekkingu af tegundinni. Nánari upplýsingar veittar ef áhugi fyrir hendi. Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn ...

Skuggi

Skuggi er fæddur í júlí 2010, hann er ofsalega húsbóndahollur og er einn sa allra blíðasti hundur sem ég veit um. Honum finnst fátt betra en að kúra og láta kjassast í sér. Skuggi er líka barngóður og hefur verið í kringum allan aldur af börnum og alltaf gengið vel. Hann hefur sína galla líka, ...

París

París er loðin Chihuahua tík, 4 ára gömul. Eigandinn er með Astma og getur því miður ekki haft hana áfram. París er húshrein og góðu vön, hún er fljót að læra, finnst gott að kúra í sófanum með eigendunum, hún er líka ákveðin og skemmtileg. Henni hentar best heimili með 1-2 fullorðnum eða fjölskyldu, sem ...

Þytur

Þytur er hreinræktaður HRFÍ Papillon rakki fæddur í jan 2014. Hann þarf að komast á nýtt heimili þar sem hann fær nóga hreyfingu og þá athygli og aga sem hann þarfnast. Hann er óþekkasti hundur í heimi, athyglissjúkur, merkikerti, dramadós og frekjuhundur, en samt alveg yndislegur, kúrari og alltaf til í aksjon. Hann á það ...

Tangó

Tangó blanda af íslenskum border calle og golden brúnn hvítur og svartur hann er fæddur 8 sep 2010 og því ný orðin 6 ára hann er ljúfur og góður. Hann er vanur börnum og öðrum dýrum hefur búið með cavalier og svo kisum. Honum finnst mjög gaman að fá að hlaupa laus og hef ég ...

Harka

Harka er 9.ára gömul örmerkt Fox Terrier tík sem vantar nýtt heimili vegna breyttra heimilisaðstæna. Hún er frekar lítil eða um 4.kg, geðgóð og hlýðin og vön bæði börum og öðrum hundum. Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar ...

Torres

Hann Torres er 7 ára gamann Bordercollie/lab mix og þarfnast nýs heimilis sökum þess að ég, eigandinn til 7 ára er að flytja erlendis. Hann er mjög skemtilegur hundur og góður vinur. Óska hér með eftir góðu framtíðarheimili fyrir þennann snilling. :) Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá ...

Darri

Vegna breyttra heimilisaðstæðna leitar Darri að nýju heimili. Darri er 8 ára geltur og örmerktur rakki, fæddur í Austur-Landeyjum í september 2008. Hann er hálfur íslenskur og hálfur Border Collie. Hann hefur alltaf búið á sama heimilinu með fullorðnum hjónum og tveimur köttum og hefur samkomulagið verið gott. Afskaplega rólegur og blíður hundur sem er ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.