Heim » Dýrin » Hundar
Rocco

Rocco er miniature pincher hundur sem vantar nýtt framtíðarheimili. Hann er yndislegur hundur sem glímir samt við smá erfiðleika. Hann er mjög kvíðinn og er á kvíðalyfjum sem hafa róað hann heilmikið. Hann verður mjög stressaður t.d. þegar fólk kemur í heimsókn og geltir þá einnig mikið og pissar stundum á sig. Hann fer aðeins ...

Tinna

Hún Tinna ár sex ára labrador tík full þjálfuð hún er alveg æðisleg en verður að finna nýtt heimili vegna breyttrar aðstaða

Frosti

Frosti er hreinræktaður íslenskur fjárhundur frá Arnarstöðum í Flóanum. Hann er endalaust ljúfur og góður þessi hundur og mjög húsbóndahollur og barngóður. Hann geltir ekki mikið, aðeins á póstinn og þegar bankað er hjá okkur !!! Frosti okkar er að leita að nýju ástríku heimili. Heimilisaðstæður hjá okkur eru því miður þannig að of lítill ...

Hátíð

7 ára tík vantar gott heimili til frambúðar vegna breyttra heimilisaðstæðna. Hún er mjög ljúf og sérstaklega góð með börnum og kisum.

Tumi

Tumi er hreinræktaður border collie sem er ógeldur. Hann er hlíðinn en mætti læra meira. Hann er góður við menn, börn og önnur dýr. Honum vantar framtíðarheimili og eiganda sem gefur honum góða hreyfingu. Ástæða þess að honum vantar nýtt heimili er að því miður er núverandi eigandi ekki með fast húsnæði og vill ekki ...

Tristan

Yndislegan Papillon gaur sem er 7 ára gamall og því miður eftir 7 ára samfylgd verð ég að láta hann frá mér. Hann er yndislegur í alla staði, mikill karakter og kúrari. Hann á það til að gelta aðeins ef einhver kemur í heimsókn, svona eini ósiðurinn hans. Honum er ekker sérstaklega vel við mjög ...

Kvistur

Kvistur er tveggja ára og hefur hingað til búið í sveit. Annar hundur er á sveitabænum og nú á að þjálfa hann fyrir smalamennsku og ekki hægt að vera með þá tvo saman. Kvistur er í tímabundnu pössun á Akureyri og sárvantar að komast á nýtt heimili þar sem hann fengi almennilega hreyfingu. Hann ótrúlega ...

Mía

Ég heiti Mía og er 9 mánaða yorkshire hvolpur. Ég er einstaklega mikil félagsvera, mikið krútt, vil helst sitja við hliðina á mannfólki þegar ég er ekki að leika mér. Ég kann að gera stykkin mín úti (er húsvanin), og er dugleg að hlýða, en stundum svolítill prakkari eins og hvolpar geta verið. Við erum ...

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.