Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Aðalfundur Dýrahjálpar Íslands 2025 - 27. desember kl. 12

13 Des 2025

Aðalfundur Dýrahjálpar Íslands 2025 verður haldinn laugardaginn 27. desember kl.12:00.

Fundurinn verður haldinn í gegnum fjarfundarbúnaðinn Google Meet, skráning á fundinn er hafin og er skráningarformið hér: https://forms.gle/VYuv5f2w6ATcD6En6 (Ath -það þarf að afrita hlekkin og líma hann í vafra)

Þeim sem skrá sig á fund verður sendur hlekkur á streymið sólarhring fyrir fund, eða kl 12.00 26. ágúst.

Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf.

Framboð til stjórnar sendist á dyrahjalp@dyrahjalp.is eigi síðar en 20. desember næstkomandi sem og tillögur um breytingu á lögum. Framboði skal fylgja kynning á frambjóðendum. Allir félagar sem greitt hafa innheimt félagsgjöld síðastliðinna tveggja ára geta boðið sig fram.

Lög félagsins er að finna hér: https://drive.google.com/.../1Q6HjHg2lB.../view (Ath -það þarf að afrita hlekkin og líma hann í vafra)