Við byrjum haustið með krafti og bjóðum í „Skautað fyrir skott” í Hjólaskautahöllinni laugardaginn 6. september kl. 12–16!
Komdu og skemmtu þér á skautum. (Hægt er að leigja sér hjólaskauta.) Um leið styðurðu dýrin okkar.
Það verður fullt af fjöri:
* Kökubasar & vöfflur
* Ullarbrjóstsykur & veitingasala
* Knúshorn með ljúfum hundum
* Eyrnalokkagerð & ýmislegt sniðugt
* Markaðshorn með allskonar dýravörum
* Húlladúllan mætir með alla litríku húllahringina og skemmtir og kennir, sýning kl. 14!
**Klóaklippingar fyrir hunda kl. 13–15
**Sjálfboðaliðar kynna starf Dýrahjálpar
Hundar eru velkomnir svo lengi sem þeim líður vel í fjöri og fjölmenni en munum að þeir fara ekki á sjálft skautasvæðið.
Fjáröflun eins og þessi er okkur afar mikilvæg og gerir okkur kleift að hjálpa fleiri dýrum.
Styðjum við dýravernd og eigum góðan dag saman.
Við hlökkum til að sjá ykkur öll í gleðinni!