Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Tíara

7 ára kisa, 220 Hafnarfirði

Tíara er 7 ára fögur og mjúk kisa sem hefur verið hluti af fjölskyldunni okkar frá því hún var aðeins 6 vikna gömul. Hún er einstaklega róleg, góðlynd og elskar að kúra þar sem hún getur fylgst með í friði. Hún er barngóð og vön heimilislífi, og sýnir mikla hlýju gagnvart fólki sem nálgast hana af umhyggju.

Vegna breyttra aðstæðna getum við því miður ekki haft hana lengur og óskum henni nýs, ástríks og rólegs heimilis þar sem hún getur notið lífsins í öryggi og kærleika.

  Vön börnum

  Vön öðrum dýrum: vön börnum og fólki

  Bólusett

  Geld

  Skráð

Heilsufar: Gott heilsufar þar sem hún er inni kisa

Fylgir: já búr og kassi

Aðrar upplýsingar:

Tíara er algjör kúrumeistari sem elskar að liggja í ró og næði. Hún getur verið dálítið feimin fyrst þegar hún kynnist nýju fólki, en þegar hún hefur náð trausti þá er hún blíð og hlý og leitar oft í félagsskap. Hún er mjög róleg og hljóðlát, og það heyrist lítið í henni – nema kannski þegar hún mjálmar mjúklega fyrir kvöldkúr.

Hún er sjálfstæð yfir daginn en kemur oft og vill kúra á kvöldin. Hún er innikisa sem hefur ekki verið í sambýli með öðrum dýrum, en er einstaklega góð með börn og sýnir þeim mikla þolinmæði og ró.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.

Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

 

Senda umsókn