Skvetta er yndislegasta kisa sem ég hef nokkurn tímann kynnst, mannelsk með eindæmum, elskar að kúra og afskaplega barngóð.
Örmerkt, bólusett, ormahreinsuð og geld.
Hún hins vegar étur föt, teppi, rúmföt, teygjur, spotta ofl.!
Mig grunar að hún sé með PICA en ástandið er orðið þannig að ég setti hana á hótel Kattholt í 10 daga bara til að geta lifað eðlilegu lífi í smá tíma. Heimilið er í gíslingu! Það þarf að loka dyrum inn í öll herbergi svo hún éti ekki rúmfötin, það þarf að ganga frá öllum fötum strax inn í skáp eða ofan í skúffu svo hún skemmi þau ekki en hún kann að opna suma skápa og þá er betra að vera með barnalæsingu.
Óhreinn þvottur þarf að vera í lokaðri hirslu og gleymdu því að hengja upp föt á gólfstandandi þvottagrind því hún mun éta allt sem hangir á henni (ég þurfti að kaupa grind sem er boruð upp í loftið).
Mér dettur helst í hug að Skvetta henti á heimili með engum börnum eða eldri börnum/unglingum sem geta gengið frá eftir sig jafn óðum. Ég er með 2 ung börn sem skilja föt, bangsa og fleira eftir út um allt (eins og börn gera) og oft er mikil sorg þegar kisa er búin að skemma uppáhalds dótið og/eða fötin :(
Það fylgir allt með henni sem þarf, matardallar, klósett og örugg leikföng sem hún getur ekki étið en hún má alls ekki leika með hvað sem er, t.d. dót á teygju, því hún étur teygjuna og það gæti haft lífshættulegar afleiðingar fyrir hana.
Sá sem tekur Skvettu að sér mun eignast yndislega kisu en það er mikilvægt að viðkomandi sé tilbúinn að aðlaga líf sitt að þessu ástandi hennar.
Vön börnum
Vön kisum
Vön öðrum dýrum: Skvetta er oftast góð í kringum aðrar kisur en það hefur ekki reynt mikið á það.
Bólusett
Geld
Skráð
Heilsufar: Mjög gott fyrir utan PICA
Aðrar upplýsingar:
Skvetta er aðallega innikisa en fer reglulega út með eiganda. Hún þarf ekki að vera í beisli því hún fer aldrei langt frá manni.
Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.
Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.