Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Kisa

12 ára kisa, Kópavogur

Kisa er 12 ára og hefur búið hjá foreldrum mínum síðan hún var kettlingur, en hún og mamma urðu aldrei sérstakar vinkonur og nú þarf Kisa að fá nýtt heimili eða verða svæfð svefninum langa.
Kisa er feit, löt, þolir ekki krakka og aðra ketti (hvað þá hunda), og kúkar út fyrir sandkassann. Hins vegar er hún kelin og ljúf við þá sem sinna henni vel, mjálmar og spjallar, og þarf bara rólegt heimili hjá einhverjum til að lifa út elliárin sín. Ég vona innilega að einhver geti tekið hana að sér.

  Vön börnum

  Vön kisum

  Vön hundum

  Bólusett

  Geld

  Skráð

Heilsufar: Hefur fengið sínar sprautur og þess háttar eftir áætlun, er ófrjó. Svolítið feit.

Fylgir: Búr, matarskálar og sandkassi fylgja með auk þess matar og sands sem er afgangs.

Aðrar upplýsingar:

Henni er frekar illa við börn og felur sig þegar þau koma í heimsókn en á það til að klóra ef hún er ekki látin í friði. Rekur aðra ketti af sínu heimasvæði án tafar, en fer aldrei langt frá garðinum heima hjá sér og veiðir aldrei fugla eða önnur smádýr.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

Senda umsókn