Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Fura

4 ára kanína, 735 Eskifirði

Brún, flemish giant, á fjórða ári, afar blíð og góð
Hennar vantar nýtt heimili vegna þess að ég og mín fyrrverandi erum að skilja leiðir og hvorugt okkar getur séð um hana þar sem við erum bæði að fara í meðferð

  Vön öðrum dýrum: Það hefur ekki reynt á það að hafa hana með öðrum dýrum

Heilsufar: Almennt mjög gott held ég, en hún er búin að vera mikið ein uppá síðkastið sem ég held að sé ekki gott fyrir hana

Fylgir: Kassi sem hún gerir þarfir sínar í, ferðabúr, matar og vatnsskál, bursti til að kemba

Aðrar upplýsingar:

Það þyrfti helst að snyrta neglurnar á henni

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.

Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

 

Senda umsókn