Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Ólavía og Óliver (á fósturheimili Dýrahjálpar)

3 ára kanína, 105 Reykjavík

Elsku fallegu Óliver og Ólavía eru drauma kanínupar sem var hluti af þeim kanínum sem voru teknar inn úr Elliðaárdalnum.
Þau eru mjög skemmtilegir karakterar og má segja að þau hafi róandi áhrif á allt heimilið, sérstaklega þegar þau "floppa" og eru að njóta sín.

Ólavía er mjög sjálfsörugg, nær alltaf fyrst í matarskálina þegar verið er að gefa þeim og finnst gott að láta strjúka sér, sérstaklega á nefinu. Margar kósý stundir búnar að vera með henni í nebbaknúsi.
Óliver er hins vegar rólegri, hann er ekki eins sjálfsöruggur en samt mun forvitnari um nýja staði heldur en Ólavía.

Þau hafa mjög gaman af félagsskap hvors annars, þau kúra mikið saman og þvo hvort öðru eins og góðu kanínupari sæmir.

  Bólusett

  Geld

ATH: Það að vera á fósturheimili Dýrahjálpar þýðir að dýrið er í umsjá Dýrahjálpar. Dýrahjálp tekur ákvörðun um framtíðarheimili með aðstoð fósturheimilis. Öll dýr sem eru í umsjá Dýrahjálpar eru geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð eins og er viðeigandi fyrir hverja dýrategund.

Athugið að einungis verður haft samband við þá umsækjendur sem koma til greina og henta dýrinu. Því er mikilvægt að gefa meiri en minni upplýsingar í umsókninni.

 

Senda umsókn