Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Kanínur úr Elliðaárdalnum (á fósturheimili Dýrahjálpar og Villikanína)

1 árs kanína, 105 Reykjavík

Hér eru þær komnar!!
Loksins tilbúnar til að finna sín draumaheimili.

Núna eru 42 kanínur úr dalnum komnar í hús og óska þær eftir framtíðareigendum eða fósturheimilum sem eru til í að leyfa þeim að halda áfram að aðlagast og verða að litlum dekurdúskum sem þær eiga svo sannarlega skilið eftir erfiða lífsbaráttu.
Þær eru allar yngri en tveggja ára eða u.þ.b. á aldrinum 6-24 mánaða.

Við munum reyna að koma þeim tveim og tveim saman á heimili en kanínur hafa mikla þörf á félagsskap eigin tegundar og "bonda" eða bindast miklum og sterkum vinarböndum. Sumar hafa nú þegar myndað sterkt samband sín á milli og munu verða ættleiddar saman út. Aðrar þarf að vinna í að "bonda" saman og er það gert með því að hafa þær hlið við hlið í gerði og með rimla skilrúm á milli til að byrja með. Ef þú átt eina kanínu fyrir er möguleiki á að sækja um aðeins eina kanínu í þeim tilgangi að reyna láta þær "bonda" saman.

Kanínurnar hafa allar mjög mismunandi persónuleika sem gaman er að fylgjast með og sjá hversu ólíkar þær eru en umsjónaraðilar munu aðstoða umsækjendur um að finna kanínur sem henta þeim og þeirra heimilisaðstæðum.

Kanínur eru frábær gæludýr á réttum heimilum þar sem borin er virðing fyrir þörfum þeirra.
Það sem helst þarf að hafa í huga er:
Góð inniaðstaða - Kanínur þurfa ágætlega rúmgott rými til að njóta sín sem best. Við mælum með að halda kanínur innandyra í gerði (hvolpagrind) frekar en búri.
Í gerðinu hefur kanínan hefur allt sem hún þarf, klósett, hús, vatns og matarskálar ásamt stömu undirlagi og og leikföngum/afþreyingu.
Kanínur þurfa jafnframt að fá að hreyfa sig reglulega utan gerðisins og þarf að gera rýmin sem þær fá að vera laus í “kanínuvæn” það á sérstaklega við varðandi frágang á rafmagnssnúrum en kanínur elska að naga og þurfa í raun að fá að naga til að halda tönnunum á sér í skefjum.

Kanínur eru svokölluð flóttadýr og eru í raun ekki hentug sem gæludýr fyrir ung börn þar sem þær stressast auðveldlega við hávaða og hraðar hreyfingar.
Þær kúka um 200-300 litlum kúlalaga spörðum á dag! Það er hins vegar er nokkuð auðvelt að kassa/klósettvenja þær sem er mikill kostur og gerir þær nokkuð hreinlát gæludýr.
Kanínur þurfa mikið magn af heyi en 80% af mataræði kanína samanstendur af heyi.
Gælukanínur geta lifað í allt að 10-12 ár.

Ef þú hefur áhuga á að gefa þessum flottu krúttdúskum fóstur- eða framtíðarheimili þá endilega sendu inn umsókn þar sem kemur fram góð lýsing á þínum aðstæðunum og reynslu.

Við munum að sjálfsögðu veita góða fræðslu fyrir þá sem vilja taka að sér kanínur og leiðbeina hvernig er best að undirbúa komu þeirra og fara yfir helstu atriði sem allir kanínueigendur þurfa kunna og þekkja til að verða fyrirmyndar kanínueigandi.

  Vanur öðrum dýrum: Það er mjög misjafnt hverju þær geta vanist, sumar hafa t.d. farið á fósturheimili þar sem voru rólegir kettir og hefur það gengið vel.

  Bólusettur

  Geldur

Heilsufar: Kanínurnar eru heilsufarsskoðaðar, ormahreinsaðar og geldar. Einnig er búið að bólusetja þær við RHDV2 vírusnum og eru þær allar örmerktar líkt og lög gera ráð fyrir.

ATH: Það að vera á fósturheimili Dýrahjálpar þýðir að dýrið er í umsjá Dýrahjálpar. Dýrahjálp tekur ákvörðun um framtíðarheimili með aðstoð fósturheimilis. Öll dýr sem eru í umsjá Dýrahjálpar eru geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð eins og er viðeigandi fyrir hverja dýrategund.

Athugið að einungis verður haft samband við þá umsækjendur sem koma til greina og henta dýrinu. Því er mikilvægt að gefa meiri en minni upplýsingar í umsókninni.

 

Senda umsókn