Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Boli

4 ára hundur, 355 Ólafsvík

Honum Bola okkar vantar nýtt heimili.
Hann er algjört kúrudýr og elskar að hanga upp í sófa. Hann er alveg einstakur karakter. Hann elskar gúrku og í hvert skipti sem maður kemur heim kemur hann hlaupandi með dót eða nammi til að sýna hvað hann á fínt.
Hann er með rosalegan aðskilnaðarkvíða og er með hegðunarvandamál. Hann er mjög tregur í göngu og þarfnast mikillar þolinmæðar.
Hann passar alls ekki á hvaða heimili sem er.
Hann þarfnast mikillar þjálfunar og mikils aga sem við því miður getum ekki veitt honum.
Við leitum því að nýju heimili fyrir hann. Það þarf að vera mjög rólegt heimili og gott væri ef það væri reynsla af hundum með hegðunarvandamál.
Heimili með börnum koma alls ekki til greina og helst ekki heimsóknir frá börnum heldur.
Það fylgir ýmislegt með honum.

  Vanur börnum

  Vanur kisum

  Bólusettur

  Geldur

  Skráður

Heilsufar: Hraustur

Fylgir: Bæli, búr, taumar og beisli, allskonar dót, matardallar og fleira.

Aðrar upplýsingar:

Þó hann sé vanur börnum þá kemur heimili með börnum alls ekki til greina.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.

Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

 

Senda umsókn