Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Bína (á fósturheimili Dýrahjálpar)

2 ára hundur, 105 Reykjavík

Bína er 2ja ára skemmtilega blanda af Border Collie, Jack Russel Terrier og Íslenskum fjárhundi.

Hún er ágætlega aktív, elskar að vera úti í hreyfingu eða leika. Hún er líka mjög ljúf og góð heima við. Hún hefur hefur verið á heimili með börnum frá 6 ára aldri og hefur það gengið vel.

Hún kann öll helstu trix, svosem að rétta út loppu, snúa sér í hringi, hoppa, gefa fæv, labba á afturlöppunum, liggja, sitja, láta kjurt og svo hlýðir hún oftast hæl.

Hún er rosalega mikið kúrudýr og elskar að vera í faðmi fólks. Hún kúrir allsstaðar þar sem hún fær að vera svosem í rúmi, sófa, tölvustól. Hún heldur stundum að hún sé kjölturakki þar sem hún vill helst fá að vera í fangi hjá fólkinu sínu.

Bína elskar að leika í reipitogi og svo eru frisbídiskar líka uppáhald. Hún elskar líka að busla í vatni.
Hún elskar að sækja og þá helst frisbídisk þó að hún elski boltaleiki líka
Bína getur verið ein heima, er góð í bíl, hvortsem það sé í aftursæti eða í skotti eða í búri. einnig góð í göngutúrum, togar ekki mikið í tauminn.

Bínu semur ekki við smáhunda eftir að hafa lent í því að það var smáhundur sem glefsaði í hana, henni semur betur við rakka en tíkur. Bína bregst stundum við öðrum hundum þegar hún og þeir eru í bandi í göngutúr en hægt er að draga athygli hennar frá því með skipun eða nammi (yfirleitt lifrapylsu).

Það má segja að Bína sé drauma hundur fyrir aktívía fjölskyldu sem getur veitt henni þá hreyfingu, örvun og ramma sem hún þarf.

  Vön börnum

  Vön öðrum dýrum: Er ekki hrifin af smáhundum, hefur gengið betur með hundum sem eru svipað stórir eða stærri en hún. Hún hefur verið á heimili með ketti í stuttan tíma og gæti því mögulega vanist því.

  Bólusett

  Geld

Fylgir: Búr o.fl.

ATH: Það að vera á fósturheimili Dýrahjálpar þýðir að dýrið er í umsjá Dýrahjálpar. Dýrahjálp tekur ákvörðun um framtíðarheimili með aðstoð fósturheimilis. Öll dýr sem eru í umsjá Dýrahjálpar eru geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð eins og er viðeigandi fyrir hverja dýrategund.

Athugið að einungis verður haft samband við þá umsækjendur sem koma til greina og henta dýrinu. Því er mikilvægt að gefa meiri en minni upplýsingar í umsókninni.

 

Senda umsókn