Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Gizmo

2 ára hundur, 190 Vogum

Gizmo er alveg yndislegur 2 ára ógeldur lab/bc rakki, hann er alltaf glaður og elskar ekkert meira en athygli, klapp og knús en hann verður mjög fljótt alltof spenntur.
Hann er með ótrúlega mikinn aðskilnaðarkvíða og byrjar að væla og gelta um leið og hann heldur að hann sé einn og geltir þangað til hann er ekki einn lengur.
Hann verður hræddur ef maður skammar hann með alvarlegum tón og sérstaklega við karlmenn, hann pissar niður af hræðslu ef karlmaður kemur vitlaust að honum.
Við erum 4 heimilið hans og höfum reynt að vinna með aðskilnaðarkvíðan og reynt að kenna honum að hlýða en það hefur ekki skilað árangri og við erum hreinlega komin í þrot.
Við viljum koma honum á heimili sem getur hjálpað honum og unnið með hans vandamál. ATH eingöngu einstaklingar með reynslu af hegðunarvandamálum/aðskilnaðarkvíða koma til greina.

  Vanur kisum

  Vanur hundum

  Vanur öðrum dýrum: Hann býr með eldri rakka og 2 köttum en við vitum ekki hvernig hann er með öðrum dýrum.

Heilsufar: Hann fór til dýralæknis seinni hluta 2024 og fékk bara góð ummæli. Hann er heilsuhraustur og borðar vel.

Fylgir: Honum fylgir taumur, matar og vatns dallar og beisli.

Aðrar upplýsingar:

Gizmo er mjög elskulegur karakter og finnst best að sofa uppí rúmi eða sófa.
Hann veit ekki hvar sitt personal space endar og annarra byrjar og vill helst bara vera skugginn mans þegar hann er ekki uppekinn við að borða, sofa eða leika sér.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Eigandi fær umsóknina til sín og ber ábyrgð á að vera í sambandi við umsækjendur, ekki Dýrahjálp. Öll dýr auglýst á heimasíðu Dýrahjálpar eru gefins.

Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

 

Senda umsókn