Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls 8,106 dýr í heimilisleit.

Arya (á fósturheimili Dýrahjálpar)

3 ára hundur, 105 Reykjavík

Arya er 2ja+ ára geld tík, blanda af bordercollie og labrador. Hún er algjör orkubolti, rosa klár og lærir fljótt en hún hefur alltaf þurft mikin stuðning, þjálfun og áreitisstjórnun bæði inni og úti en hún hefur alltaf verið ör/stressuð og kvíðin (reactive).

Aðal vandinn er að hún er mjög reactive á áreiti í umhverfinu, ekki hægt að fara með hana í göngu hvar sem er. Hún er sérstaklega stressuð í bíl á ferð sama hvað við höfum reynt og því takmarkar það að fara með hana í rólegra umhverfi í náttúrunni..

Arya tosar í göngu en hún hefur verið í 5 og 10 metra löngum taumi svo hún geti hlaupið um. Arya á erfitt með að vera í kringum aðra hunda og á það til að sýna hræðslueinkenni gagnvart þeim.

Hún fór að sýna merki um aðskilnaðarkvíða núna í lok desember, við rétt svo komumst út og getum lokað hurðinni í 20 sekúndur.
Við tökum eftir að Arya er að glíma við ofnæmi við erum ekki viss hvort það sé fóður- eða umhverfistengt. Hún er á ofnæmisfóðri núna.

Arya fór á grunnnámskeið hjá Hundaakademíunni og lauk nýlega við taumgöngunámskeiði hjá Hundalífstíl með takmörkuðum framförum sem varð til þess að við fórum með Aryu til Hönnu sem er dýraatferlisfræðingur í Garðabæ sem setti hana á lyf í ágúst sirka í fyrra vegna kvíða.

Við viljum helst finna fyrir hana gott og skilningsríkt framtíðarheimili í rólegu umhverfi hjá fólki sem hefur kunnáttu við að vinna með hennar "vandamál" og treysti sér til þess með virðingarríkt hundauppeldi. Draumurinn væri að við gætum ennþá verið í kringum Aryu og boðið upp á að passa hana af og til.

  Vön börnum

  Vön hundum

  Bólusett

  Geld

Heilsufar: Almennt heilsufar gott fyrir utan ofnæmi

ATH: Það að vera á fósturheimili Dýrahjálpar þýðir að dýrið er í umsjá Dýrahjálpar. Dýrahjálp tekur ákvörðun um framtíðarheimili með aðstoð fósturheimilis. Öll dýr sem eru í umsjá Dýrahjálpar eru geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð eins og er viðeigandi fyrir hverja dýrategund.

Athugið að einungis verður haft samband við þá umsækjendur sem koma til greina og henta dýrinu. Því er mikilvægt að gefa meiri en minni upplýsingar í umsókninni.

 

Senda umsókn