Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Kári klári (á fósturheimili Dýrahjálpar)

4 ára hundur, Reykjavík

Kári klári fæddist 21.jan 2015, hann er blanda af border collie og scheffer hundi. Hann er rosalega klár eins og nafnið gefur til kynna og væri því flottur hjá fólki sem vill láta hann vinna aðeins t.d. leita að spori eða þess háttar.
Kári er ekki búinn að hafa það gott, því miður þá hefur hann flakkað mikið á milli heimila og vill hann komast í öryggi. Hann er þess vegna með bæði aðskilnaðarkvíða og kvíða svo hann á erfitt með að vera einn heima. Hann er vanur öðrum hundum og kisum en hann kís það að vera eini prinsinn á heimilinu.
Kári er að leita sér að sálufélaga og besta vin sem er tilbúinn að hjálpa honum í gegnum lífið og hjálpa honum með kvíðann. Einhver sem er tilbúinn að standa með honum og ekki gefast upp, tilbúinn að elska hann á móti því hann á svo mikla ást að gefa. Hann vill að manneskjan sín sé annað hvort heimavinnandi eða gæti tekið hann með sér í vinnuna þangað til hann hefur lært að treysta og trúa að hún komi aftur til baka.
Kári elskar að kúra uppí rúmi eða á sófanum hjá manneskjunni sinni og líður honum best þar sem hún er. Kári er fljótur að læra og er stundum of klár finnst okkur. Kári elskar allt sem heitir spítur, tré og að kasta bolta, hann elskar útivist og þætti honum vænt um að manneskjan sín væri svona útivistartýpa eins og hann.

  Vanur börnum

  Vanur kisum

  Vanur hundum

  Vanur öðrum dýrum: Hann er núna á fimm manna heimili með nokkrum hundum og köttum, það hefur gengið vel fyrst en honum líður ekki nógu vel þar og líður honum best ef hann er eini prinsinn á heimilinu eða alla vega næstum því. Hann elskar athygli og knús og vill því helst vera eina dekurdýrið.

  Bólusettur

  Geldur

  Skráður

Heilsufar: Hraustur líkamlega en hann er með aðskilnaðarkvíða og kvíða og er á lyfjum vegna þess. Við erum að vinna í þessu með dýralækni og hundaatferlisfræðingi sem getur gefið næstu eigendum ráð. Honum líður ekki nógu vel þar sem hann er núna og þess vegna væri best fyrir hann að komast á framtíðarheimili sem fyrst sem getur unnið með honum.

Fylgir: Taumur, ól, matardallar, bæli og fleira.

Aðrar upplýsingar:

Hann þarf að fara á heimili sem er alveg pottþétt, við getum ekki gert honum það að skipta oftar um heimili en þetta sem hann er á núna hentar honum ekki nógu vel.

Senda umsókn