Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið. Ef þú heldur að þú getir búið til pláss á þínu heimili í stuttan tíma þá endilega fylltu út efirfarandi form.
Eins og staðan er í dag getur Dýrahjálp ekki veitt neina fjárhagslega aðstoð og það er ekki hægt að vita með vissu hversu langan tíma það tekur að finna dýrunum heimili en við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að finna heimili sem fyrst.
Takk fyrir að vilja hjálpa og við verðum í sambandi þegar það koma inn dýr í neyð!