Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardag Dýrahjálpar Íslands 3. júlí

26 júní 2010 09:47

Nú er komið að okkar mánaðarlega viðburði í Dýraríkinu Garðabæ þar sem við mætum á svæðið með þau dýr sem eru í fóstri hjá okkur og reynum að finna þeim ný heimili. Þetta eru allt dýr í mikilli neyð og ef það á á annað...

Ættleiðingardag Dýrahjálpar Íslands 5. júní

31 maí 2010 11:14

Dýravinir athugið, Dýrahjálp verður með ættleiðingardag í Dýraríkinu í Garðabæ laugardaginn 5. júní næstkomandi. Þar verða dýr á vegum Dýrahjálpar Íslands sem vantar hlý og kærleiksrík heimili. Hefur þú verið að íhuga að bæta við fjölskyldumeðlim?? Endilega kíktu við og skoðaðu litlu loðboltanan okkar, hver...

Ættleiðingardagar laugardaginn 8. maí

7 maí 2010 11:50

Dýravinir athugið, á morgun laugardag verður Dýrahjálp Íslands í Dýraríkinu, Garðabæ, frá klukkan 13 - 17. Dýr á vegum Dýrahjálpar Íslands verða á staðnum en við viljum einnig bjóða fólki sem þarf einhverra hluta vegna að finna dýrum sínum ný heimili að hafa samband við...

Hlauptu í Reykjavíkurmaraþoni fyrir Dýrahjálp!

21 apríl 2010 12:37

Í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2010 er hægt að hlaupa til góðs. Dýrahjálp er eitt af þeim góðgerðafélögum sem hafa skráð sig til þátttöku og geta hlauparar tengt sig við félagið og óskað eftir að heitið sé á þá. Hægt er að tengja sig við Dýrahjálp um...

Nýtt logo

18 apríl 2010 20:34

Dýrahjálp Íslands hefur nú tekið upp nýtt myndmerki (e.logo). Það var hannað af Sirrý Klemensdóttur og James Hudson. Markmiðið var að myndmerkið endurspegli það að félagið vinnur í þágu íslenskra gæludýra. Fljótlega mun myndmerkið vera sett á heimasíðuna og allt okkar prentefni.

Myndir af ættleiðingardögum Dýrahjálpar 10-11. apríl í Garðheimum

13 apríl 2010 22:47

Ættleiðingardagar Dýrahjálpar í Garðheimum gengu vel. Mörg dýr hittu þar framtíðarsambýlisfólk og það var mikið fjör og gaman. Hér eru myndir af atburðinum.

Dýrahjálp nú samstarfsaðili breska RSPCA

13 apríl 2010 20:09

Við fengum í dag að vita að umsókning okkar um að komast í samstarf við breska RSPCA (Royal Society for the Prevention of Cruelty to Animals) hefur verið samþykkt og að Dýrahjálp er nú samstarfsstofnun RSPCA á Íslandi. Þetta er gríðarleg viðurkenning á starfi Dýrahjálpar...

Ættleiðingadagar Dýrahjálpar 10.-11. apríl

7 apríl 2010 20:50

Næstu helgi, 10.-11. apríl, verður Dýrahjálp í þriðja skipti með stóra ættleiðingardaga í Garðheimum. Ættleiðingardagarnir standa frá kl 13:00 til 17:00 báða dagan. Að vanda verður mikið um dýra-dýrðir, kisur malandi, hundar dillandi skottum og vonandi verða fleiri dýrategundir á staðnum til að bræða gesti...

Fyrirlestur um hunda til styrktar Dýrahjálpar Íslands 30. mars

20 mars 2010 21:49

Þriðjudagskvöldið 30.mars munu dýralæknarnir Freyja Kristinsdóttir og Sif Traustadóttir halda fyrirlestur um hundaþjálfun og hundaatferli. Freyja Kristinsdóttir, dýralæknir og hundaþjálfari, mun fjalla um mismunandi aðferðir í hundaþjálfun, þar á meðal klikkerþjálfun. Sif Trausadóttir, dýralæknir og dýraatferlisfræðingur, mun fjalla um atferlisvandamál hjá hundum. Fyrirlesturinn verður haldinn...

Kynjakattarsýning helgina 13-14 mars

11 mars 2010 23:40

Kæru dýravinir Það er mikið að gerast hjá Dýrahjálp þessa dagana og verðum við að kynna starfsemina á kynjakattarsýningunni helgina 13-14 mars. Kynjakettir hafa verið starfandi í 20 ár og er þetta 56 og 57 sýningin þeirra, þar verða 145 kettir af öllum stærðum og...

< 1 2 3 ... 5 6 7 8 9 10 11 >