Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

2. maí - Fyrirlestur um hjálparhunda hreyfihamlaðra

29 apríl 2011 10:49

Kvennahreyfing Öryrkjabandalags Íslands stendur fyrir fyrirlestri um hjálparhunda hreyfihamlaðra næstkomandi mánudag, 2. maí 2011 kl. 18.00, í “kaffistofu” á 1. hæð, Hátúni 10b Um er að ræða opinn fund í samvinnu við Sjálfsbjörg landssambands fatlaðra. Fyrirlesari er Auður Björnsdóttir hundaþjálfari sem mun kynna þjálfun hjálparhunda...

Vilt þú bjarga dýri í neyð?

28 apríl 2011 10:57

Dýrahjálp Íslands auglýsir eftir fósturheimilum sem geta staðið vaktina með okkur núna þegar sumarið nálgast. Sumarið er sérstaklega mikill álagstími vegna þess að fólk er að flytja og ferðast og mörg dýr verða því miður eftir og þurfa á okkar aðstoð að halda. Flest dýr...

Frábærir krakkar á námskeiði hjá hestamennt.is

25 apríl 2011 13:30

Dýrahjálp fékk skemmtilegan póst um daginn frá forsvarsmönnum hjá hestamennt.is. Hestamennt.is er fyrirtæki sem býður uppá námskeið um samskipti, liðsheild, leiðtogafærni og fleira. Um daginn voru þau með leiðtoganámskeið fyrir börn og unglinga og eitt af því sem þau gera er að velja sér samfélagverkefni...

Málþing 26. apríl - Aðbúnaður dýra í íslenskum landbúnaði

23 apríl 2011 21:37

Málþing í Norræna húsinu 26. apríl kl. 20:00 Þörf umræða hefur sprottið upp um ýmsa vankanta á aðbúnaði og velferð dýra íslenskum landbúnaði. Hvers vegna hefur umræðan orðið svona hávær að undanförnu? Er virkilega farið illa með þau dýr sem eru á boðstóli íslenskra neytenda?...

Tvær kisur bráðvantar fósturheimili!

12 apríl 2011 14:14

Elsku bestu dýravinir, Nú erum við með tvær kisur sem bráðvantar fósturheimili. Þær þurfa að fara á sitt hvort heimilið. Fyrst er það hún Ást sem er fósturkisa hjá okkur. Hún er yndislega blíð og góð 2 ára læða og alveg ógurlega falleg (mynd). Hún...

Kolaportið 16 og 17 apríl

11 apríl 2011 14:39

Nú er komið að því að Dýrahjálp Íslands mæti í Kolaportið (16 og 17 apríl). Við verðum að selja ýmiskonar varning til styrktar starfssemi Dýrahjálpar. Opnunartími er frá kl 11:00 til kl 17:00 báða daga. Mætum öll og gerum kjarakaup! Kolaportskveðja, Dýrahjálp Íslands

Ættleiðingardagur og húllumhæ á morgun laugardag

1 apríl 2011 20:45

Á morgun verður Dýrahjálp út um allt. Við mælum með því að þið heimsækið minnst einn atburðinn :) Við erum að sjálfsögðu með ættleiðingardag í Dýraíkinu eins og vanalega en gerðum betur en það að þessu sinni og verðum á tveimur stöðum til viðbótar. Hér...

Ættleiðingardagur á morgun 5. mars

4 mars 2011 13:50

Nú er enn og aftur komið að okkar mánaðarlegu ættleiðingardögum! Á morgun laugardaginn 5. mars verðum við, að vanda, í Dýraríkinu Miðhrauni frá 13:00-17:00 með 5 fallegar og góðar kisur sem bráðvantar heimili! Þetta eru allt yndislegir og húsvandir félagar sem eru í leit að...

Ættleiðingardagur 5.febrúar

3 febrúar 2011 17:42

Kæru dýravinir athugið! Enn halda ættleiðingardagar Dýrahjálpar áfram! Dýrahjálp Íslands verður með yndisleg dýr sem eru í leit að nýjum heimilum næsta laugardag, 5. febrúar frá klukkan 13:00 til 17:00 í Dýraríkinu, Miðhrauni í Garðabæ. Ef verið er að hugsa um að bæta við nýjum...

Fyrsti ættleiðingardagur ársins

5 janúar 2011 23:21

Gleðilegt ár kæru dýravinir, Við byrjum árið með stæl og mætum í Dýraríkið í Garðabæ laugardaginn 8.janúar kl 13:00 til 17:00. Þangað koma fósturdýrin okkar sem eru tilbúin til að finna sér kærleiksrík heimili. Næstu daga er gert ráð fyrir snjókomu og kulda og þau...

< 1 2 3 4 5 6 7 ... 9 10 11 >