Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Ættleiðingardagur 7.desember

6 desember 2013 16:19

Dýrahjálp verður í jólaskapi á ættleiðingadeginum okkar laugardaginn 7. desember, frá kl. 13 til allavega 16. Endilega látið sjá ykkur í Gæludýr.is á Smáratorgi og fáið ykkur kaffi og gotterí með okkur! Á ættleiðingadaginn verður Dreki með okkur en hann er ofboðslega blíður husky hundur....

Algjör neyð! Getur þú hjálpað Bonnie?

21 nóvember 2013 15:25

Nú er Bonnie okkar komin í heljarinnar klemmu, það er enginn Clyde til að hjálpa henni núna og því leitum við til ykkar. Bonnie er lítil 4 mánaða hvolpastelpa sem bráðvantar vant fósturheimili þar til að framtíðarheimili finnst. Bonnie er border collie að mestu og...

Vilt þú vera hluti af teymi Dýrahjálpar?

17 júní 2013 16:26

Kæru vinir. Dýrahjálp Íslands leitar þessa dagana að framtakssömum dýravinum sem vilja verða hluti af sjálfboðaliðateymi okkar sem heldur utan um fósturdýr og fósturheimili. Ef þú hefur tíma aflögu og vilt sinna gríðarlega gefandi og krefjandi sjálfboðaliðastarfi þá endilega sendu viðeigandi upplýsingar um þig á...

Málþing um ný lög um dýravelferð - fimmtudaginn 16. maí kl. 13:30

8 maí 2013 14:05

Alþingi hefur samþykkt ný lög um dýravelferð sem taka við af eldri lögum um dýravernd, jafnframt sem samþykkt voru ný lög um búfjárhald sem taka sömuleiðis við að eldri lögum um það efni. Bæði þessi nýju lög ganga í gildi um næstu áramót. Hin nýja...

Ættleiðingardagur 6.apríl

5 apríl 2013 20:35

Nú er ættleiðingardagur Dýrahjálpar á morgun og við hvetjum alla sem eru í gæludýrahugleiðingum að kíkja við í Dýraríkinu Holtagörðum frá kl. 13 til 17. Bestu kveðjur.

Hundaættleiðingardagur Dýrahjálpar

1 febrúar 2013 22:13

Voff ATH Voff! Sérstakur Hundaættleiðingardagur Dýrahjálpar verður í Dýraríkinu Holtagörðum núna á morgun laugardag frá 13-17. Flestir þeir hundar sem eru núna á fósturheimilum hjá okkur mæta til að sýna sig og sjá aðra :) Við hvetjum alla sem eru í hundahugleiðingum að koma hitta...

Frábært framtak!

24 janúar 2013 22:18

Um miðjan desember síðastliðinn fengum við erindi frá Ragnheiði Sigurðardóttur vöruhönnuði. Hún hannar fallegu púðana Notknot )http://umemi.com/notknot.php) sem njóta svo mikilla vinsælda um þessar mundir. Hún er hundaeigandi og mikill dýravinur og ákvað upp á sitt einsdæmi að hafa uppboð á einum einstaklega fallegum púða...

Eigendur gæti að hundum sínum á Geirsnefi

24 janúar 2013 20:26

http://www.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-4878/8484_read-34676/ Framkvæmdir eru hafnar til að leggja nýja hjóla- og gönguleið yfir Elliðaárósa, þær kalla á töluverða umferð vinnuvéla og bíla um Geirsnef á næstu mánuðum en á þessu svæði er leyfilegt að sleppa hundum lausum. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur vill af því tilefni biðja hundaeigendur um...

Þessi geggjaði púði verður seldur til styrktar Dýrahjálp Íslands

17 desember 2012 22:43

JÓLAUPPBOÐ Ég fékk þennan yndislega rauða/gyllta ullarhólk frá vinum mínum í Glófa til að nota í fallegan Jólapúða. Það er og verður aðeins einn svona púði, ullin er Jólarauð með gylltum þræði saman við sem glampar dýrlega á. Upphafsverð eru 10.000 kr og öllum er...

Undirskriftarlisti afhentur ráðherra

6 desember 2012 17:01

Kæru dýravinir, Fulltrúar frá nokkrum samtökum sem vinna í þágu dýra afhentu í dag Steingrími J. Sigfússyni athugasemdir við frumvarp um velferð dýra sem liggur í þinginu og eru 1400 manns búnir að skrifa undir. Samtökin eru Dýrahjálp, Velbú, Dýraverndarsamband Íslands og Dýralæknafélagið Bréfið sem...

< 1 2 3 4 ... 9 10 11 >