Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Mía (á fósturheimili Dýrahjálpar)

3 ára kisa, 109 Reykjavík

Míu litlu vantar rólegt og gott heimili. Hún er með lítið hjarta en gefur stórt knús.
Hún kemur úr aðeins erfiðum aðstæðum og er því vör um sig og þess vegna gengi ekki að hafa börn á heimilinu. Hana vantar í raun fjölskyldu sem er tilbúin til þess að bjarga kisu.

Fyrstu dagana eftir að fósturheimilið fékk Míu hélt hún sig undir sófa og kom rétt fram til að borða. Það mátti ekki hreyfa sig í kringum hana eða tala þegar hún var komin undan því þá skaust hún aftur undir sófa.
Hún fór í læknaskoðun og í ljós kom að hún var með tannsjúkdóm. Rot var komið í tennurnar og sýking sem náði alveg út í augu. Átti því erfitt að matast og leið mjög illa. Hún fór í aðgerð og þurfti að fjarlægja flestar tennurnar.
Í dag, þremur mánuðum eftir að hún kom er hún allt önnur kisa. Hún elskar að láta klappa sér, nuddar höfðinu stanslaust utan í mann, hundinn, og húsgögn. Hún er ekki jafn kvekkt, er næstum hætt að vera í felum, kúrir reglulega uppí sófa og er róleg í kringum venjulegar hreyfingar.

Hún er algjör mús og smá klaufi sem kann ekki alveg að mjálma. Hún elskar að leika sér, til dæmis með lazer og annað dót, en oft þarf jafnvel ekki dót til hún bara ímyndar sér það sjálf. Hún er rosalega dugleg að nota klórustaur og er kassavön.
Hún er fín í kringum önnur dýr og gefur heimilishundinum af og til nebbakoss.

Það mun taka hana nokkrar vikur að venjast nýjum aðstæðum. Henni er ekki vel við að vera flutt til í búrinu sínu. Þannig það er mikilvægt að gefa henni pláss, leyfa henni að vera þar sem hún vill fyrstu dagana, en veita henni samt athygli. Segja henni að koma og tala blíðlega til hennar. Hún kemur þegar hún er tilbúin.
Hún er ekki hrifin af því að vera kölluð “kss kss” en kemur ef maður réttir hendina fram til hennar. Hún vill ekki að haldið sé á sér, en þegar hún fer að þekkja heimilisfólkið má byrja að æfa það aðeins.

Mía var útikisa á sínu fyrra heimili og ég held hún hefði gaman að því að komast út aftur. Fullkomið heimili fyrir hana væri jafnvel útí sveit eða þar sem lítið er um umferð og hávaða. En það er bara draumurinn okkar, ekkert skilyrði.

  Vön börnum

  Vön kisum

  Vön hundum

  Vön öðrum dýrum: Er á fósturheimili með hundi og er að aðlagast því í rólegheitunum

  Bólusett

  Geld

Heilsufar: Kom í ljós að Mía þjáist af tannátu og hefur þurft að fjarlægja stóran hluta af tönnunum hjá henni en henni líður mikið betur eftir að það var gert og á auðvelt með að borða bæði mat og nammi í dag þrátt fyrir tannleysið :)

Aðrar upplýsingar:

ATH: Það að vera á fósturheimili Dýrahjálpar þýðir að dýrið er í umsjá Dýrahjálpar. Dýrahjálp tekur ákvörðun um framtíðarheimili með aðstoð fósturheimilis. Öll dýr sem eru í umsjá Dýrahjálpar eru geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð eins og er viðeigandi fyrir hverja dýrategund.

Athugið að einungis verður haft samband við þá umsækjendur sem koma til greina og henta dýrinu. Því er mikilvægt að gefa meiri en minni upplýsingar í umsókninni.

Senda umsókn