Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Smartís

8 mán. kanína, 201 Kópavogi

Smartís er rosalega ljúf og góð lítil stelpukanína. Hún er af tegund Lionhead og er í kringum 8-9 mánaða. Hún bítur ekki, nagar ekki snúrur, föt eða annað. Hún er vön öðrum kanínum og hefur ekkert á móti kisum. Það fylgir henni allt sem þarf. Hún á stórt búr sem hún er vön að sofa í yfir nóttina. En hún hefur alltaf fengið að vera laus á daginn. Og hún lætur vita þegar hún vill komast út úr búrinu og býr þá til læti með að naga rimlana grimmt. Hún er mjög ákveðin þó hún sé ljúf og góð og lætur hin dýring ekki vaða yfir sig. Hún elskar að láta dekra við sig, klappa sér og greiða feldinn en hún er ekki hrifin af litlum börnum sem rífa eða fara harkalega með hana. Smartís er ekki bara falleg, heldur algjör draumakanína í alla staði og okkur svíður að þurfa að láta hana frá okkur. Hana bráðvantar nýtt heimili sem fyrst en hún verður ekki afhent nema á gott framtíðarheimili. Nýir eigendur verða að hafa tíma fyrir hana og hún verður að geta fengið að vera eitthvað laus úr búrinu yfir daginn.

  Vön öðrum dýrum: Hún er vön kanínu og kisu. Hún býr núna með kk kanínu og þau skottast saman laus á daginn um íbúðina og hafa mikinn félagsskap af hvor öðru. Það býr einnig kisi á heimilinu sem er í eldri kantinum. Hann er svo ljúfur og góður að hann er engin ógn fyrir kanínunum og þeim finnst hann bara spennandi. Það er ekkert stappað í kringum hann eins og venjan er hjá kanínum er að gera.

Heilsufar: Mjög gott.

Fylgir: Það fylgir allt með. Búr, matardallar, klósett, matur og bleikur hjartalaga púði sem henni finnst gott að kúra með.

Aðrar upplýsingar:

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

Senda umsókn