Velkomin á vefsíðu Dýrahjálpar Íslands!

Dýrahjálp Íslands er félag sjálfboðaliða sem leitast við að sjá dýrum sem þarfnast heimilis fyrir skjóli og stofna til þess dýraathvarf.

Frá stofnun félagsins í maí 2008 hefur Dýrahjálp Íslands aðstoðað alls dýr í heimilisleit.

Bilby

5 ára kanína, Reykjavík

Bilby var ættleiddur frá Dýrahjálp sumarið 2014 ásámt bróður sínum Janusi (þá Sóti og Tóti). Eftir að óyfirstíganlegur ágreiningur kom upp á milli bræðranna eignaðist hann yndislega kanínukonu sem hann dekraði út í eitt þar til hún féll frá nú í haust.
Nú er hann einmana, og reynir mikið að slást við bróður sinn, en hann þyrfti helst að komast í kynni við aðra kanínukonu til að fá að dekra. Vegna breyttra heimilisaðstæðna hef ég ekki tök á því, og vona því að hann finni gott heimili sem fyrst.
Hann er kassavanur, geldur og örmerktur, en hann er vanur því að vera laus inni allan daginn.

  Vanur öðrum dýrum: Vanur kvk kanínum, er ekki hrifinn af kk kanínum.

Heilsufar: Mjög gott. Hefur aldrei orðið veikur, en er með ör á nefinu eftir Janus.

Fylgir: Stórt hornklósett, eitthvað af tré nagdóti og beisli með taum.

Aðrar upplýsingar:

Nagar á sér neglurnar, reynir að gera slíkt hið sama fyrir makann sinn við misgóðar undirtektir.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

Senda umsókn