Heim » Dýrin » Kettir » Gufa
Gufa Gufa

Zoom Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Staðsetning: Reykjavík

Aldur: 4 ára

Skráð dags: 28 Okt 2018

Senda á vin Senda á vin

Senda á Facebook Senda á Facebook

Gufa

English Below

Gufa er hvíti litli loðboltinn. Hún er rosalega góð og gæf læða. Hún er dugleg að láta vita af hvað henni vantar eða hvað hún vill. Ef það kemur fyrir að matardallurinn er tildæmis tómur kemur hún upp í rúm til þín og vekur þig með því að leggjast ofan á þig og þrífa eða gefa þér höfuðnudd með loppunum sýnum. Henni finnst voða gott að liggja með þér upp í sófa eða taka lítinn göngutúr í garðinum. Hún er ótrúlega fyndin týpa og fljót að venjast nýjum aðstæðum.

Ef þið vitið um einhvern sem myndi hafa áhuga á að gefa þessari yndislegu skvísu framtíðarheimili sem hún fær alla þá ást sem hún á skilið meiga endilega senda skilaboð hér á dýrahjálp eða inn á bland.is

-------------

Gufa is a white little furball. She is a very heartwarming little feline. She is good at making sure you know what she's missing or what she wants. If it happens that the food bowl is empty enough, she will climb into your bed and try to wake you up by sitting close to your head or just literally sit on your head and clean your hair or give you a head massage with her paws. She likes to snuggle with you on the sofa or take a walk in the garden. She is incredibly funny and qucik to adapting to new situations.

If you know someone who would be interested in giving this wonderful little lady a future home where she gets all the love she deserves, please contact dýrahjálp or send a private message on bland.is

Vön börnum:

Vön köttum:

Vön hundum: Nei

Heilsufar: Hún hefur alltaf verið heilbrigð. Aldrei orðið fyrir neinu slysi eða veikindum.

Bólusett

Geld:

Aðrar upplýsingar:

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.