Heim » Dýrin » Kettir » Búrma
Búrma Búrma Búrma Búrma Búrma

Zoom Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Staðsetning: Reykjavík

Aldur: 6 ára

Skráð dags: 17 Ágú 2018

Senda á vin Senda á vin

Senda á Facebook Senda á Facebook

Búrma

Búrma er skjanna hvít læða og mikill karakter. Hún leitar að skilningsríku heimili og hún er ekki vön því að deila konungsríki sínu með öðrum dýrum. Ég hef hingað til verið heppinn með húsnæði en nú er ég búsettur þar sem ég get ekki haft hana. Nýr eigandi þarf að vera kattavanur þar sem það er stutt milli ástar og haturs hjá henni, en oftast er hún algjör kúr bolti sem elskar fátt meira en gott hausklór.

Vön börnum: Nei

Vön köttum: Nei

Vön hundum: Nei

Vön öðrum: Hún hefur ekki búið með öðrum dýrum og hefur verið vor um sig í kringum aðra ketti, en gæti vel verið að hún gæti tekið aðra kisu I sátt.

Heilsufar: Búrma er að alflestu leyti heilsuhraust. Það eina sem hrjáir hana er ertingur í húð á einumm blett neðan við hnakka. Læknir kallaði það svæðisbundið ofnæmi eftir bólusetningu eða eitthvað slíkt. Þetta kemur einungis upp ef henni er of heitt í feldinum, þá helst að sumri til;þá getur hún fengið sár á þessu svæði. Við þessu er hægt að fá steradropa hjá lækni, einnig er ákveðin lausn að raka hana.

Bólusett

Geld:

Skráð:

Fylgir: Búr, klósett, sællar, teppi sem hún elskar og einstaka spottar/teygjur/boltar

Aðrar upplýsingar:

Þennan kött set ég ekki á barnaheimili, á meðan Búrma er yndisleg kisa þá getur verið stuttur þráður í henni, og ég væri að að ljúga ef ég segði að hún sýndi aldrei klærnar.

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.