Heim » Dýrin » Kettir » Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar)
Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar) Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar) Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar) Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar) Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Zoom Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Staðsetning: Reykjavík

Aldur: 7 ára

Skráð dags: 18 Oct 2012

Senda á vin Senda á vin

Senda á Facebook Senda á Facebook

Loki (á fósturheimili Dýrahjálpar)

Loki er yndislegur köttur, stór og mikill, með mikinn karakter og er 1/4 síamsblendingur.
Hann á til að spjalla mikið eins og síamsköttum er einum lagið:)
Loki er mikill kúrari og frekar rólegur köttur en finnst samt alveg gaman að bregða á leik líka.
Þessi elska er með frekar lítið hjarta þótt hann sé í stærra lagi og þarf sinn tíma til að venjast
nýjum stað og hrekkur stundum í kút við mikil læti og hávaða.
Rólegt heimili myndi henta honum mjög vel þar sem hann gæti rápað út og inn að lyst.
Hann kemur svo yfirleitt þegar kallað er á hann eins og hundur:)
Loki er fæddur árið 2011 og er því 7 ára gamall.

ATH: Það að vera á fósturheilmili Dýrahjálpar þýðir að dýrið er í umsjá Dýrahjálpar. Dýrahjálp tekur ákvörðun um framtíðarheimili með aðstoð fósturheimilis. Öll dýr sem eru í umsjá Dýrahjálpar eru geld, örmerkt, bólusett og ormahreinsuð eins og er viðeigandi fyrir hverja dýrategund.

Vanur börnum: Nei

Vanur köttum:

Vanur hundum:

Vanur öðrum: Loki hefur bæði búið með læðu og hundi og það gekk vel.

Heilsufar: Loki er mjög heilsuhraustur köttur en er með brotna vígtönn síðan fyrir 2 árum síðan og þarf að fylgjast með því.

Bólusettur

Geldur:

Aðrar upplýsingar:

Lýsing á honum frá fyrrum eiganda:

Loki er frábær félagi. 7 ára ,geldur, fressköttur. Húsbóndahollur og ekki gefinn að ókunnugum eða börnum. Þó hefur hann aldrei klórað, kvæst eða á einhvern átt verið agressívur í garð nokkurns manns heldur einfaldlega lætur sig hverfa undir rúm eða útum glugga.
Loki er útiköttur en þó fer hann aldrei lengra en bara rétt í kringum húsið. Hann verndar sitt svæði og er ekki hrifinn af því að kettir nágranna séu að kæra sig kærkomna á sínu svæði. Aldrei höfum við séð hann veiða fugl eða koma heim með afla.
Loka finnst gott að tjá sig með söng og er miklir spjallari. Lætur þig alveg vita af því ef að honum þykir eitthvað mætti betra vera.
Einstakur karakter sem sárt verður saknað.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.