Heim » Dýrin » Hundar » Múla - Týr
Múla - Týr Múla - Týr Múla - Týr Múla - Týr Múla - Týr

Zoom Smelltu á myndirnar til að stækka þær

Staðsetning: Reykjavík

Aldur: 9 ára

Skráð dags: 15 Maí 2018

Senda á vin Senda á vin

Senda á Facebook Senda á Facebook

Múla - Týr

Jæja það er ekki hægt að tefja þetta lengur , er sár og brotinn að þurfa að skrifa þennan pistil. Vonaði þegar ég sótti þennan snilling að ég þyrfti aldrei að sjá á eftir honum á annað heimili. En núna er víst sú staða uppi að ég get ekki haft hann lengur. Hann á betra skilið en að búa í blokk og vera einn heima allan daginn . En þeir sem vita ekki hver þetta er þá heitir þessi meistari Múla - Týr og hann er 9 ára Siberian Husky . Hann hefur verið í lífi mínu og okkar frá því hann var aðeins 8 vikna gamall. Það eru ófáir klukkutímarnir sem ég hef eytt í þjálfun og samveru með honum . Og er óhætt að segja að náðst hefur einstakur árangur með hann og hefur hann sýnt það margoft að hann er enginn venjulegur Husky. Veit að allir segja þetta um hundana sína en þessi er einstakur. Við erum miklir félagar og átt margar frábærar stundir saman. Við höfum náð frábærum árangri í hlýðniprófum og árangur sem hefur ekki verið matchaður síðan af Husky hundi . Hann er margfaldur Íslandsmeistari í Skijöring og sleðakeppnum. Hann elskar börnin og eru elsta dóttirin og hann með einstakt vinasamband. Þess vegna er það mér mun erfiðarar en ég bjóst við að auglýsa eftir heimili fyrir hann, þar sem hann getur átt sín síðustu ár vonandi með félagsskap sem kann að meta hann og dekra við hann. Þeir kostir sem ég hefði helst viljað gengu ekki upp því miður og þá þarf að reyna aðrar leiðir. Þannig ég ætla reyna á mátt facebook að finna gott heimili fyrir hann. Ég er með miklar kröfur hver mun fá þann heiður að hafa hann og mun ég vanda valið vel. Mín ósk er að hann komist á stað þar sem hann þarf ekki að lenda í valdabaráttu við aðra hunda og fái það dekur og hreyfingu sem hann hefur unnið sér inn í gegnum ævi sína. Allar ábendingar eru vel þegnar. Praktísku atriðin með hann eru að hann er vanur börnum og er einstaklega hlýðinn af Husky að vera, lífsglaður og er enn hvolpur í anda þó skrokkurinn sé aðeins farinn að finna fyrir aldri. Hann er ekki vanur kisum en góður með öðrum hundum þó eðlilega þá getur það verið tricky ef hann hittir annan töffara einsog sig . Ég veit ég skuldbatt mig til að veita honum umhirðu,ást og vináttu og þykir mér það svo óendannlega sárt að skrifa þetta og þurfa kveðja hann, að hafa brugðist honum, það var svo sárt síðast þegar við hittumst að þegar ég kvaddi þá ætlaði hann sko með mér. Auðvitað vona ég að ég fái heimili fyrir hann þar sem ég get heimsótt hann með krakkana mína því þau elska hann ekki minna en ég . Ég ætla ekki að hafa þetta lengra vonandi fæ ég gagnlegar ábendingar fyrir þennan mikla meistara, vin , félaga og fjölskyldumeðlim .

Vanur börnum:

Vanur köttum: Nei

Vanur hundum: Nei

Heilsufar: Heilsuhraustur hundur sem hefur lítið þurft á læknisþjónustu að halda .

Bólusettur

Skráður:

Fylgir: Fylgir honum allt

Aðrar upplýsingar:

Þetta er einn sá allra besti Husky sem ég veit um . Einstakur félagi og er mikil eftirsjá af honum. Ég mun vilja hitta fólk sem sýnir honum áhuga. Það þarf að vera tilbúið að sinna honum og dekra hann þessi síðustu ár hans .

Athugið að þetta dýr er ekki í umsjá Dýrahjálpar. Dýrið er enn hjá eiganda sínum sem tekur ákvörðun um framtíðarheimili. Allar frekari upplýsingar um dýrið fást einungis með því að sækja um dýrið og vera í sambandi við eigandann.

Getur þú séð dýri í neyð fyrir fósturheimili þar til framtíðarheimili finnst?

Sum dýr þurfa nauðsynlega að finna heimili með skömmum fyrirvara og því getur reynst nauðsynlegt að koma því fyrir á fósturheimili þar til finnst varanleg lausn fyrir dýrið.

Gerast meðlimur

Með því að gerast meðlimur þá gengur þú í lið með okkur og segir að þörf sé á dýraathvarfi á Íslandi sem geti tekið við þeim dýrum sem þarfnast nýs heimilis.

Sjálfboðastarf

Atburðahópur stendur fyrir kynningaratburðum til að kynna þar sem við getum komist að, t.d. flóamarkaður, jólaþorpið, hundasýningar þar sem við myndum að öllum líkindum hafa einhver af þeim dýrum með sem eru að leita að heimilum.

Áttu dýradót/fóður sem getur nýst Dýrahjálp Íslands?

Dýrahjálp Íslands tekur alltaf við gjöfum frá einstaklingum og fyrirtækjum í formi dýradóts eða fóðurs sem verður nýtt fyrir fósturdýrin okkar.

Skrá dýr í heimilisleit

Ath. Því betri upplýsingar sem við höfum, því auðveldara er að finna gott heimili fyrir gæludýrin.

Skrá týnt dýr

Smelltu hér til að skrá tilkynningu um týnt dýr.

Skrá fundið dýr

Fannstu dýr á flakki? Smelltu hér til að skrá tilkynningu.